Ísland í klóm embættismanna? – Embættismannaveldi eða lýðveldi?

Ég hef á stundum velt því fyrir mér hvort hægt sé að setja samasemmerki milli þess hversu lítið þjóðin hefur þurft að hafa fyrir því að ná sér í margvísleg lýðræðisleg réttindi og þess hvernig hún svo umgengst fengin réttindi. T.a.m. virðist virðing fyrir lýðræðinu oft og tíðum vera minni en engin, jafnvel að niðurstaða sem fengin er eftir réttum leikreglum skipti ekki máli. Þetta endurspeglast ekki hvað síst í því að Alþingi, sem geymir fulltrúa sem kosnir eru í almennum kosningum, hefur lítið sem ekkert að segja um það hvaða lagafrumvörp fá brautargengi og hver ekki. Það eru fyrst og fremst frumvörp sem samin eru í ráðuneytunum sem eiga einhvern möguleika á því að verða að lögum, a.m.k. ef þau skipta einhverju máli. Ég hef á stundum velt því fyrir mér hvort hægt sé að setja samasemmerki milli þess hversu lítið þjóðin hefur þurft að hafa fyrir því að ná sér í margvísleg lýðræðisleg réttindi og þess hvernig hún svo umgengst fengin réttindi. T.a.m. virðist virðing fyrir lýðræðinu oft og tíðum vera minni en engin, jafnvel að niðurstaða sem fengin er eftir réttum leikreglum skipti ekki máli. Þetta endurspeglast ekki hvað síst í því að Alþingi, sem geymir fulltrúa sem kosnir eru í almennum kosningum, hefur lítið sem ekkert að segja um það hvaða lagafrumvörp fá brautargengi og hver ekki. Það eru fyrst og fremst frumvörp sem samin eru í ráðuneytunum sem eiga einhvern möguleika á því að verða að lögum, a.m.k. ef þau skipta einhverju máli.

Taka má sem dæmi, lítið frumvarp um ábyrgðarmenn, sem ég hef verið fyrsti flutningsmaður að og lagt hefur verið fram margsinnis. Frumvarpið hefur notið mikils meirihlutastuðnings í þinginu, en þar sem fjármálastofnanir, að Seðlabanka undanskildum, hafa lagst gegn því hefur það ekki fengið brautargengi.

Þá er ljóst að frumvörp sem koma frá ráðherrunum eru sjaldnast frá þeim sjálfum komin, þó þar kunni að vera undantekningar. Það eru fyrst og fremst embættismenn sem semja og vinna þessi frumvörp, þó finna megi á stundum pólitíska stefnumótun ráðherra í þeim ef vel er að gáð. Hið sama á við um ýmsar stofnanir ríkisins sem á tíðum flögra í takt við þann vængjabúnað sem forstöðumanninn prýðir. Þeir verða oft á tíðum einsog ríki í ríkinu.

Nauðsynlegt að geta skipta út lykilstarfsmönnum við ráðherraskipti
Þjóðin hefur í gegnum tíðina fengið misjafnar útgáfur af ráðherrum; einstaklinga sem hafa verið misvel í stakk búnir til að takast á við verkefnið. Margir þeirra áttu aldrei erindi í þann stól, meðan fengur var af öðrum. Þetta á við í dag sem endranær. Bakgrunnur þeirra er misjafn. Nánast undantekningalaust eru þeir ekki sérfræðingar á því sviði sem þeir hafa tekið að sér að vera ráðherrar yfir. Þeir þurfa því að treysta mjög á embættismenn ráðuneytanna, sérfræðinga og stofnanir þess. Við höfum séð ótal dæmi þessa. Sumir ná jafnvel aldrei að fóta sig í starfinu. Stundum á það rætur í eiginleikum viðkomandi ráðherra meðan skýringin kann einnig að leita í því að hann náði aldrei tökum á embættismönnum sínum. Það er mjög alvarlegt mál. Þegar það gerist má segja að vegið sé að rótum lýðræðisins.

Spurningin er því sú, hvernig getur ráðherra sinnt sínu hlutverki, borið ábyrgð, nema fullkominn trúnaður ríki milli hans og helstu embættismanna? Um leið vaknar spurninginn, hvar liggur hið raunverulega vald ráðuneytisins, er það hjá ráðherra eða embættismönnum? Sé svarið hjá hinum síðarnefndu er eðlilegt að spurt sé hvaðan fá þeir umboð sitt og hver kaus þá? Hverjum þurfa þeir að standa skil gjörða sinna? Það er óumflýjanlegt ef ráðherra á að geta uppfyllt sínar skyldur og tekist á herðar þá ábyrgð sem því fylgir að vera ráðherra, að hann hafi ,,sitt” fólk með sér í því verki. Því verður við ráðherraskipti að vera hægt að skipta út lykilstarfsmönnum, það er líka í anda lýðræðisins.

Starf ráðherra mjög mikilvægt
Einsog stjórnskipunin hefur þróast hér á landi er starf ráðherra gríðarlega mikilvægt. Hann ber mikla ábyrgð og hefur miklar skyldur. Það hlýtur að vera afar erfitt fyrir hann að eiga sitt pólitíska líf að miklu leyti undir embættismönnum sem hann tekur í arf frá forverum sínum í starfi, menn sem jafnvel komu inn í stjórnsýsluna sem sérstakir trúnaðarmenn forvera hans. Þessi staða getur komið í veg fyrir að hugmyndir sem fengið hafa brautargengi í kosningum fá það ekki þegar kemur að útfærslu þeirra og framkvæmd. Það er ólýðræðislegt. Embættismenn þurfa ekki meira starfsöryggi en gengur og gerist í samfélaginu hjá öðrum launamönnum.

Það er því afar mikilvægt að mínu áliti að við ráðherraskipti geti ráðherra skipt út lykilembættismönnum án þess að þurfi að kosta ríkissjóð stórfé. Það þjónar lýðræðinu. Því þjónar það fjöldanum og lýðveldinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand