Frelsi er að vera ófjötraður og lúta eigin vilja

Jómfrúargreinin er alltaf svolítið erfið! Þessi orð ritstjóra sóttu ákaflega á mig á síðustu vikum og dögum. Ég velti vöngum yfir því hver efnistökin ættu nú að verða og hvernig þetta myndi koma út hjá mér. Eftir því sem skiladagurinn nálgaðist fór ýmist að bera á offramboði hugmynda eða algerri hugmynda þurrð. En svo vaknaði hjá mér spurning vegna fréttar sem ég sá. Spurninga sem ég varð að varpa fram. Með ljósvakamiðlinum fregnaðist það að flokkar landsins leggðu fram tillögu þess efnis að viðurlög yrðu sett við kaupum á kynlífs þjónustu. Allir flokkar nema einn, Sjálfstæðisflokkurinn. Hann sker sig úr og ætlar að standa utan við þetta mál. Á hvaða grundvelli? Þetta er spurning sem jafnaðar- og jafnréttis- menn og konur í breiðri fylkingu hljóta að spyrja. Skýlir þessi flokkur sér á bakvið frelsi einstaklingsins Jómfrúargreinin er alltaf svolítið erfið! Þessi orð ritstjóra sóttu ákaflega á mig á síðustu vikum og dögum. Ég velti vöngum yfir því hver efnistökin ættu nú að verða og hvernig þetta myndi koma út hjá mér. Eftir því sem skiladagurinn nálgaðist fór ýmist að bera á offramboði hugmynda eða algerri hugmynda þurrð. En svo vaknaði hjá mér spurning vegna fréttar sem ég sá. Spurninga sem ég varð að varpa fram. Með ljósvakamiðlinum fregnaðist það að flokkar landsins leggðu fram tillögu þess efnis að viðurlög yrðu sett við kaupum á kynlífsþjónustu. Allir flokkar nema einn, Sjálfstæðisflokkurinn. Hann sker sig úr og ætlar að standa utan við þetta mál. Á hvaða grundvelli? Þetta er spurning sem jafnaðar- og jafnréttis- menn og konur í breiðri fylkingu hljóta að spyrja. Skýlir þessi flokkur sér á bakvið frelsi einstaklingsins?

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir utan
Við getum svo sem rætt um frelsi einstaklingsins í þessu máli og í raun nauðsynlegt að sú umræða fari fram. En til þess að ræða það hugtak verðum við að skilgreina það. Frelsi er að vera ófjötraður, lúta eigin vilja eða samkvæmt orðabókinni sjálfstæði, frjálsræði og sem andstæður er frelsið sett upp á móti kúgun. Nú getum við litið svo á að til þess að verknaðurinn eigi sér stað, það er að segja kaupin á vændi, verði tveir aðilar að koma að málum. Það getur vel verið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji standa signt og heilagt á bak við þann aðila sem kaupir sér þessa þjónustu því í þeirra augum sé hann holdgervingur einstaklingshyggjunnar og hagsmunum hans sé best borgið með því að gera það sem hann vill – þegar hann vill. En lítum yfir borðið, á þann sem selur aðgang að líkama sínum. Ég leyfi mér að efast stórlega um að þar sitji manneskja sem lúti í raun eigin vilja og sé laus úr læðingi. Nei, þetta fólk, í meirihluta konur, er fjötrað. Gleipnir eiturlyfja og kúgunnar fá það til að bregðast við eigin ófrelsi með örþrifa ráði – vændi. Sálarlíf og heilsa þessara einstaklinga er ekki eins og þess sem er frjáls.

Þrælahald nútímans
Mansal í heiminum er ótrúlega algengt og er það hreinn og klár barnaskapur að halda að það hafi ekki skotið einhverjum rótum hér á Íslandi þegar það þrífst jafn vel og það gerir í nágranna löndum okkar. Við vitum að þarna á sér stað þrælahald nútímans. Í ljósi bágra aðstæðna eru konur blekktar og seldar eins og hver annar varningur til hæstbjóðanda. Þessar konur selja líkama sinn gegn eigin vilja og réttlætiskennd. Þær lifa í ótta við kúgara sína og við eigin sektarkennd vegna gjörða sinna. Við eigum að standa vörð um þennan einstakling. Varpa ábyrgðinni yfir á þann sem kaupir sér aðgang að líkama annarrar manneskju. Við getum sett þetta í mjög svo einfalda og kaldranalega jöfnu: Kippum neytandanum úr umferð og hitt fellur um sjálft sig.

Þær raddir hafa heyrst að það séu nú ekki allir sem eru í vændi í þessum sporum. Nei, það getur vel verið að svo sé ekki. En það eitt að mansal sem þetta skuli finnast í heiminum er nóg til að réttlæta það fullkomlega að standa vörð um það fólk sem svona er komið fyrir. Það finnst flestum að minnsta kosti – eða hvað?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand