Ísland – best í heimi

Ísland er besta land í heimi, eins og segir í söluræðunni sem hver einasti aumingjans ferðamaður sem stígur út úr flugvél fær að heyra á fyrsta pöbbaröltinu. Okkur hefur verið innrætt að selja landið okkar, selja hugmyndina um landið, og hvert mannsbarn á landinu virðist vera með tölulegar upplýsingar til að styðja mál sitt. Það er náttúrulega besti fiskurinn, besta vatnið, sterkustu mennirnir, fallegustu konurnar og svo sú staðreynd að Reykjavík býður upp á flesta skemmtistaði í Evrópu, miðað við höfðatölu. Það er alltaf allt miðað við höfðatölu. Ísland er besta land í heimi, eins og segir í söluræðunni sem hver einasti aumingjans ferðamaður sem stígur út úr flugvél fær að heyra á fyrsta pöbbaröltinu. Okkur hefur verið innrætt að selja landið okkar, selja hugmyndina um landið, og hvert mannsbarn á landinu virðist vera með tölulegar upplýsingar til að styðja mál sitt. Það er náttúrulega besti fiskurinn, besta vatnið, sterkustu mennirnir, fallegustu konurnar og svo sú staðreynd að Reykjavík býður upp á flesta skemmtistaði í Evrópu, miðað við höfðatölu. Það er alltaf allt miðað við höfðatölu.

Best í búsinu
Og svo enn ein staðreynd sem við getum verið stolt af; Ísland býður upp á fleiri rúm í meðferð fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur en nokkur önnur þjóð! Geri aðrir betur!

Ekki veit ég hvort tölfræðilega séu fleiri alkahólistar á Íslandi en í öðrum löndum, en þetta er svo sannarlega fyrirbæri sem hefur fylgt þjóðinni frá upphafi. Í fornsögunum er að finna fleiri frásagnir af hörmungum áfengisneyslu fornkappanna og í dag held ég að það séu fáir sem ekki þekkja til eða eru skyldir manneskju sem hefur farið í meðferð. Það er mikið af alkahólistum á Íslandi ef dæma má af tölum frá SÁÁ, en bara árið 2001 voru yfir 2.200 innlagnir á Vog. En meðferðarúrræðin eru líka mörg og mismunandi. Á Reykjavíkursvæðinu einu saman eru yfir 150 AA-fundir í viku hverri, sem er talsvert meira en í öðrum löndum, og er það ekki einu sinni miðað við höfðatölu. SÁÁ býður upp á afvötnun á Vogi og langtímameðferðir á Vík og Staðarfelli auk þess sem þeir reka göngudeild bæði í Reykjavík og á Akureyri, Landsspítalinn rekur meðferðarstöð á Teigi, Byrgið, kristilegt líknarfélag, er með langtímameðferð og langtímameðferð er einnig að finna á Krýsuvík, þá rekur Götusmiðjan meðferðarheimili fyrir unglinga á Árvöllum. Fjöldi annarra meðferða er í boði á landinu en mig langar í þessum pistli að segja aðeins frá einni nýjustu viðbótinni í meðferðarflóruna.

12sporahúsið
12sporahúsið „soberhouse“ stendur við Skólavörðustíginn, í hjarta borgarinnar. Það var opnað 27. nóvember 2002 og að því stendur líknarfélagið Skjöldur. 12sporahúsið er meðferðartengt áfangaheimili sem byggir á hugmyndafræði AA-samtakanna og svipaðra heimila sem hafa verið við lýði í Bandaríkjunum síðan um 1950. „Grundvallarhugmyndinn er sú að óvirkir alkóhólistar og fíklar hjálpi virkum alkóhólistum og fíklum að hætta að neyta vímuefna og lifa lífinu á jafningjagrundvelli.“ segir á heimsíðu heimilisins. Þar getur fólk fengið inni sama úr hvernig neyslu það er að koma, einu skilyrðin eru að hafa verið 2 sólarhringa án áfengis eða vímuefna og fúsleiki til að fylgja reglum hússins, en þær eru m.a. að taka þátt í heimilisstörfum , sækja AA-fundi á hverjum degi, fá sér trúnaðarmann og vinna 12 reynsluspor AA-samtakanna. Íbúar geta verið 9 mánuði í 12sporahúsinu og eftir þriggja mánaða dvöl ber þeim skylda til að vera annað hvort byrjaðir í vinnu eða að stunda nám. Mikil aðstoð er í boði fyrir íbúana, en að starfsemi hússins koma m.a. læknir og sálfræðingur, auk þess sem boðið er upp á lögfræðiaðstoð og fleira. Starfsemi hússins hefur gengið vel undanfarið ár og er á döfinni að opna annað hús þar sem fólk getur verið til lengri tíma.

Alkaland
Kannski er þetta eitthvað sem við getum bætt í söluræðuna; hér ægir saman alls kyns fólki, -fallegum konum, ölkum og sterkum körlum. Fallegum ölkum og sterkum… Ég er annars hálf efins um að þetta sé eitthvað sem við eigum að vera að stæra okkur af við túristana, en við getum svo sannarlega verið ánægð með allt þetta góða fólk sem stendur fyrir meðferðum fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur. Það gæti samt verið svolítið erfitt að útskýra þennan gríðarfjölda lausna við áfengisvandanum án þess að fara eitthvað út í orsökina,-gríðarfjölda alkahólista og ofdrykkjumanna á Íslandi, en hei-Ísland er samt best í heimi!

Heimildir:
AA samtökin á Íslandi
SÁÁ
12sporahúsið

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand