Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins – 2. hluti

Margir telja að George Walker Bush muni vinna forsetakosningarnar á næsta ári auðveldlega – því er ég ekki sammála. Bandarískt efnahagslíf hefur meira en minna verið í lægð síðan Bush tók við stjórnartaumunum í janúar 2001. Utanríkismál og hernaðarsigrar skipta bandaríska kjósendur minna máli en efnahagsmálin. Þannig muni ,,sigrar” Bandaríkjahers í Afganistan og Írak koma niður á Bush, því stríðsbrölt kostar jú skildinginn. Talið er öruggt að George Bush muni sækjast eftir endurkjöri og vera um leið fulltrúi Repúblíkanaflokksins í kosningunum. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins. Í þessum greinum mínum ætla ég að skoða og rýna örlítið í þá frambjóðendur úr röðum Demókrataflokksins sem hafa lýst yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Í síðustu umfjöllun minni voru þau Carol Moseley Braun og Dean Howard skoðuð, en dag verða þeir John Edwards og Richard Gephardt til umræðu. Margir telja að George Walker Bush muni vinna forsetakosningarnar á næsta ári auðveldlega – því er ég ekki sammála. Bandarískt efnahagslíf hefur meira en minna verið í lægð síðan Bush tók við stjórnar- taumunum í janúar 2001. Utanríkismál og hernaðar- sigrar skipta bandaríska kjósendur minna máli en efnahagsmálin. Þannig muni ,,sigrar” Bandaríkja- hers í Afganistan og Írak koma niður á Bush, því stríðsbrölt kostar jú skildinginn.

Talið er öruggt að George Bush muni sækjast eftir endurkjöri og vera um leið fulltrúi Repúblíkanaflokksins í kosningunum. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins. Í þessum greinum mínum ætla ég að skoða og rýna örlítið í þá frambjóðendur úr röðum Demókrataflokksins sem hafa lýst yfir framboði til forseta Bandaríkjanna.

Í síðustu umfjöllun minni voru þau Carol Moseley Braun og Dean Howard skoðuð, en dag verða þeir John Edwards og Richard Gephardt til umræðu.

John Edwards
John Edwards fæddist í Seneca í Suður-Karólínu 10. júní 1953, en hann ólst upp í Robbins – litlum bæ í Norður-Karólínu. Hann útskrifaðist með B.S gráðu frá North Carolina State University árið 1974 og þremur árum síðar lauk hann prófi í lögfræði frá University of North Carolina í Chapel Hill. Í lögfræðináminu kynntist hann eiginkonu sinni, Elizabeth Edwards, og þau giftu sig sama ár og John útskrifaðist – 1977. Saman eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi, tvö yngstu eru þriggja og fimm ára.

Í rúmlega 20 ár starfaði Edwards sem lögfræðingur ásamt eiginkonu sinni. Hann vann að málefnum ,,litla mannsins” við góðan orðstír þar sem Edwards barðist m.a. gegn stórum tryggingafélögum sem höfðu heilu herina af lögmönnum. Hann hafði lítið sem ekkert komið nálægt stjórnmálum þegar hann bauð sig til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 1998. Hann fékk góða kosningu og náði kjöri og feldi um leið sitjandi öldungadeildarþingmann. Edwards þykir hafa verið afar duglegur og afkastamikill síðan hann tók sæti á þinginu.

Edwards er meþódisti og vitnar oft í biblíuna í ræðum sínum. Hann talar mikið um ameríska drauminn og hvað verði að gera til að hefja hann uppí hæstu hæðir á ný. Að hans mati var hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og Breta í Írak nauðsynleg og hann var einnig fylgjandi stríðinu í Afganistan.

Stjarna John Edwards fer hækkandi og margir telja hann eiga ágætis möguleika að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrata- flokksins á flokksþingi þeirra á næsta ári. Al Gore er sagður hafa íhugað alvarlega að biðja Edwards að vera varaforsetaefni sitt í kosningunum 2000 – en valið Joe Liberman í staðinn. Verði Edward hinsvegar ekki frambjóðandi demókrata og Bush verður endurkjörin, eins og margir telja vera öruggt, eru möguleikar Edwards í forseta- kosningunum árið 2008 nokkrir. Þá mun hann ekki þurfa að etja kappi við sitjandi forseta, heldur einhvern annan kandídat, jafnvel óþekktan, úr röðum Repúblíkanaflokksins. Auk þess munu fleiri þekkja hann eftir fimm ár.

Richard Gephardt
Dick Gephardt fæddist í St. Louis í Missouri árið 1941. Hann útskrifaðist með B.S. próf frá Northwestern University og nokkru síðar með lögfræðiréttindi frá University of Michigan Law School. Gephardt var í flugdeild þjóðvarðarliðs Bandaríkjanna á árunum 1965-1971, en hætti þegar hann var kosinn í sveitastjórn. Eiginkona Gephardts til 36 ára heitir Jane Byrnes Gephardt og saman eiga þau þrjú börn.

Gephardt var kosinn til setu í sveitastjórn árið 1971 og fimm árum síðar í fulltrúadeildina fyrir Missourifylki. Hann var fyrstur til að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins árið 1987 fyrir kosningarnar sem voru haldnar ári síðar. Í upphafi tókst Gephardt að afla framboði sínu fylgi, en það breyttist skyndilega og hann heltist úr lestinni. Gephardt kom engu að síður sterkt út úr þessu forvali og í framhaldinu var hann valinn talsmaður flokksins innan fulltrúadeildarinnar. Dick Gephardt hefur án nokkurs vafa verið einn helsti og öflugasti talsmaður Demókrataflokksins á bandaríska þinginu s.l. áratug.

Mannréttindi hafa allaf verið Dick Gephardt ofarlega í huga og hann hefur t.a.m. gagnrýnt kínversk stjórnvöld harðlega fyrir mannréttinda- brot. Gephardt var fylgjandi stríðsreksti Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Eftir hryðjuverkin þann 11. september 2001 var Gephardt einn sá fyrsti sem talaði um að það væri þörf fyrir sérstakt heimavarnar- og öryggisráðuneyti, slíkt ráðuneyti hóf störf fyrir nokkru síðan undir forystu Tom Ridge. Gephardt er mikill alþjóðasinni og hefur t.a.m. í gegnum tíðina verið duglegur að hitta og mynda tengsl við hina ýmsu þjóðarleiðtoga, eins og t.d. Kim Dae Jung, Yitzhak Rabin, Vaclav Havel og Nelson Mandela.
– – –
Í næstu grein minni um forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins mun ég fjalla um öldungadeildarþingmennina Bob Graham og John Kerry.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand