Ísland banni einnota plast árið 2020

Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin marki stefnu um að Ísland banni allt einnota plast árið 2020. Þetta kemur fram í breytingartillögu Ungra jafnaðarmanna við drög að nýrri stefnu Samfylkingarinnar. Í tillögunni segir einnig að Ísland eigi að leggja sitt af mörkum við hreinsun á höfum hafsins. Stefnan verður rædd og afgreidd á landsfundi flokksins dagana 2. og 3. mars.

Vísindamenn hafa varað við því að ef fram heldur sem horfir verði jafn mikið af plasti og fiski í höfum heimsins árið 2050. Því er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða fyrir Íslendinga og heimsbyggðina alla. Ísland á að vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að baráttunni gegn einnota plasti.

Plastbannið er ein af mörgum breytingartillögum Ungra jafnaðarmanna við stefnu Samfylkingarinnar. Þetta eru helstu áherslur hreyfingarinnar á landsfundinum:

  • feminísk og jafnréttismiðuð kennsla í skólakerfinu
  • innleiðing táknmálskennslu á öllum skólastigum
  • Ísland banni einnota plast á næstu árum og leggi sitt af mörkum við hreinsun á höfum heimsins
  • sérstök dýralögregla verði sett á fót sem hafi eftirlit með velferð dýra
  • innleiða samfélagsþjónustu í meiri mæli í stað fangelsisvistar
  • loðdýrarækt verði afnumin á Íslandi
  • auka sjálfræði framhaldsskóla, þeir verði gjaldfrjálsir og opnir fólki á öllum aldri
  • bæta Lánasjóð íslenskra námsmanna, hækka framfærslu og hefja samtímagreiðslur námslána
  • veita heimilislausu fólki húsnæði svo þau fái tækifæri til að byggja sig upp (housing first)
  • efla stuðning við fólk af erlendum uppruna og setja á fót embætti umboðsmanns fólks af erlendum uppruna
  • Ísland uppfylli regnbogakort ILGA Europe um réttindi hinsegin fólks
  • Ísland beiti sér innan Evrópusambandsins fyrir mannúðlegri stefnu í garð flóttafólks

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið