Ungt fólk er áberandi á nýsamþykktum framboðslita Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þeirra á meðal eru Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ), og Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR).
Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti listans og gæti því verið á leið inn í borgarstjórn. Sonja Björg Jóhannsdóttir er í 22. sæti. Sem formenn SHÍ og SFHR hafa þær barist af krafti fyrir fleiri stúdentaíbúðum, endurskoðun laga um LÍN og bættum kjörum námsmanna.
Borgarstjórn hefur á kjörtímabilinu lagt áherslu á fjölgun stúdentaíbúða. Búast má við að málefnum stúdenta verði gert enn hærra undir höfði með þessar öflugu baráttukonur í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar.
Listann í heild sinni má nálgast hér.