Í landi allsnægta

Í eigin sjálfsvorkunn yfir öllum þessum ákvörðunum og “vandamálum” fór ég aðeins að velta fyrir mér hvað flest okkar á Íslandi höfum það alveg sérdeilis og yfirgengilega gott. Ein birtingamynd þess er ,,jólagjöfin í ár” sem dynur á okkur í formi auglýsinga þessa dagana. Jólagjafirnar í ár eru sem sagt utanlandsferðir, plasmasjónvörp, ferðatölvur og heimabíó svo dæmi séu tekin. En í ljósi þess hvað við höfum það flest gott, höfum við þá ekki efni á því að haga málum þannig að allir geti lifað mannsæmandi lífi á Íslandi, t.d. öryrkjar en þeir skrimta varla á lágmarksframfærslu? Nú nálgast jólin og jólastressið er í algleymingi. Því fylgja ákvarðanir og aftur ákvarðanir. Hver á að fá hvaða gjöf, hvernig eiga jólafötin mín í ár að vera, hverjir eiga að fá jólakort og hvað á ég að gefa sjálfum mér í jólagjöf?

Í eigin sjálfsvorkunn yfir öllum þessum ákvörðunum og “vandamálum” fór ég aðeins að velta fyrir mér hvað flest okkar á Íslandi höfum það alveg sérdeilis og yfirgengilega gott. Ein birtingamynd þess er ,,jólagjöfin í ár” sem dynur á okkur í formi auglýsinga þessa dagana. Jólagjafirnar í ár eru sem sagt utanlandsferðir, plasmasjónvörp, ferðatölvur og heimabíó svo dæmi séu tekin. En í ljósi þess hvað við höfum það flest gott, höfum við þá ekki efni á því að haga málum þannig að allir geti lifað mannsæmandi lífi á Íslandi, t.d. öryrkjar en þeir skrimta varla á lágmarksframfærslu?

Hlutfallsleg fjölgun örorkulífeyrisþega
Samkvæmt nýlegum tölum frá Tryggingastofnun ríkisins hefur hlutfall einstaklinga sem fá örorkulífeyri, endurhæfingalífeyrir eða örorkustyrk hækkaði um nær 88% milli áranna 1993 og 2003. Árið 1993 voru örorkulífeyrisþegar um 6000 eða 4.5% af íbúum landsins á aldrinum 16-66 ára. Árið 2003 var fjöldinn kominn í um 11.200 einstaklinga eða 6.3% á af íbúum landsins á aldrinum 16-66 ára. Hvað veldur þessari miklu aukningu?

Tengsl milli fjölgun öryrkja og atvinnuleysis
Í niðurstöðum rannsóknar sem birtist nýlega í Læknablaðinu segir: ,,Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað” (1) Þar kemur m.a. fram, samkvæmt könnun Gallups á höfuðborgarsvæðinu árið 2003 (2), að tæplega helmingur vinnandi fólks telur álag í starfi hafa aukist á síðustu 12 mánuðum en atvinnuleysi jókst á þessu sama tímabili. Í ágúst 2003 var atvinnuleysi um 3% sem hlutfall á áætluðum mannafla en hafði reyndar verið hærra fyrr um árið (skv. Hagstofu Íslands). Þar af var langtímaatvinnuleysi um þriðjungur allra atvinnulausra sem hlýtur að teljast mikið áhyggjuefni. Bent er á að þeir sem standa höllum fæti þegar atvinnuástand versnar, t.d. með slæma líkamlega- eða andlega heilsu, hætta frekar vinnu og sækja um örorkugreiðslur.

Af þessu má draga þá ályktun að atvinnuástandið er ef til vill ekki alveg jafn gott og það virðist við fyrstu sýn. Með öðrum orðum, atvinnuleysið helst í lægri kantinum, m.a. þar sem þeir sem standa höllum fæti og verða atvinnulausir sækja um örorkugreiðslur og eru því ekki lengur með í atvinnuleysistölum.

Þeir sem minna mega sín hafa líka eitthvað fram að færa
Þegar neysluhyggjan er í hámarki um jólin þá hljóta þeir sem verst hafa það í þjóðfélaginu að taka sérstaklega eftir bágri stöðu sinni og því óréttlæti sem ríkir. Fyrir utan þá andlegu þjáningu og félagslega einangrun sem öryrki getur orðið fyrir þegar hann er ekki þátttakandi í atvinnulífinu, þá kostar fjölgun öryrkja þjóðfélagið augljóslega sitt. Það er því þjóðþrifamál að öryrkjar sem geta unnið, fái þess kost að taka þátt í markaðshagkerfi nútímans bæði fyrir þeirra eigin sálarheill svo og þjóðfélagið allt. Hvernig hægt er að stuðla að því er þörf og ögrandi spurning sem margir ættu að velta fyrir sér. Ef til vill má veita fyrirtækjum sem ráða öryrkja með skerta starfhæfni ákveðin skattfríðindi. Ríkissjóður myndi með því spara örorkugreiðslur en á móti borga út þann sparnað til fyrirtækja. Þó er líklegt að meira þyrfti til og á ég þá við almenna hugarfarsbreytingu á vinnumarkaðnum og meira umburðarlyndi gagnvart þeim sem minna mega sín.

Gleðileg jól!
______________________
1 Tengsl atvinnuleysis og nýgengis örorku á Íslandi 1992-2003: Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor.
2 Gallup á Íslandi (2003), Að kaupa sér tíma. Könnun fyrir Hið gullna jafnvægi, www.hgj.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand