Hvítt rusl

Frjálshyggjufélagið er merkilegur félagsskapur. Þetta eru stórskrítnir menn sem vaða uppi í fjölmiðlum með álitsgerðum og greinaskrifum um allan andskotann. Hvar sem hægt er að ræða um frelsi einstaklingsins, þar eru þessir menn. Stundum held ég að þeir myndu styðja líffærasölu barna ef hægt væri að leggja fram plagg með samþykki barnsins. Frjálshyggjufélagið er merkilegur félagsskapur. Þetta eru stórskrítnir menn sem vaða uppi í fjölmiðlum með álitsgerðum og greinaskrifum um allan andskotann. Hvar sem hægt er að ræða um frelsi einstaklingsins, þar eru þessir menn. Stundum held ég að þeir myndu styðja líffærasölu barna ef hægt væri að leggja fram plagg með samþykki barnsins.

Ein mannvitsbrekkan úr téðu félagi skrifaði grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann átti varla orð af hneykslan yfir þeirri ákvörðun borgarinnar að styrkja Tilfinningatorg Elísabetar Jökulsdóttir um 400.000 krónur. Fyrir þá sem ekki vita er Tilfinningatorgið vettvangur þar sem hið firrta nútímafólk getur fengið aðstoð við að tjá bældar tilfinningar sínar. Áðurnefnd frelsisstytta var nú hreint ekki á því að styðja ætti þetta framtak – flest fólk gæti fundið betri not fyrir 400.000 krónur en að spreða þeim í svonalagað (ég tek það fram að hann hafði ekkert á móti hugmyndinni í sjálfri sér, heldur er frjálshyggjuforkólfunum illa við allan stuðning ríkisins við menningu).

Mér þætti gaman að vita hver afstaða Frjálshyggjufélagsins er til þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að kaupa teikningar Sigmunds fyrir átján milljónir – afmælispakki þeirra til þjóðarinnar á sextíu ára afmæli lýðveldisins. Ég fyrir mitt leyti afþakka þá gjöf. Fyrir utan það að verk Sigmunds eru nú þegar aðgengileg almenningi og þessi veglegi pakki ríkisstjórnarinnar svolítið eins og þegar maður stal bangsa frá litlu systur og gaf henni hann svo aftur í afmælisgjöf, þá eru hinar meintu skopmyndir álíka skoplegar og Spaugstofan (lesist: ekki). Hvað varðar þá fullyrðingu að þær séu merkilegur aldarspegill þá hafa þær aldrei speglað neinn part af þeim raunveruleika sem ég þekki eða neinn af minni kynslóð – þar hefði verið nær að fjárfesta í öllum seríunum af Fóstbræðrum og þar að auki mun ódýrara. Er það ekki mín kynslóð sem á að taka við þessu blessaða lýðveldi okkar?

Það getur svo sem vel verið að Frjálshyggjufélagið skemmti sér ekki heldur yfir Sigmund. En þessi málflutningur um Tilfinningatorgið minnti mig á furðulega grein sem birtist einhvern tímann í Fréttablaðinu eftir þingmann Frjálslynda flokksins, ég man ekki nákvæmlega hver það var, sem hneykslaðist mikið á því að fjárveitingar til Borgarleikhússins væru auknar á sama tíma og sífellt lengdust biðraðir til að komast í mjaðmagrindaraðgerð. Ég viðurkenni að ég hló mig skakka yfir greininni. Það er nefnilega eitthvað við svona málflutning, um að það sé best að setja menninguna á hold svo hægt sé að fixa mjaðmagrindur eða búa til nokkur göng því það sé svo miklu hagkvæmara, sem er yfirmáta hallærislegt – og sem Kristján Jóhannesson myndi kalla sveitó.

Það er auðvelt að rugla fólk í ríminu með því að setja þannig upp dæmið: Ókei, við höfum 400.000 krónur, eigum við að nota þær til að hjálpa fólki að tjá tilfinningar sínar/setja upp kynvilltan kabarett eða til að senda nokkur stykki gamlar konur í mjaðmagrindaraðgerð svo þær geti lifað sómasamlegu lífi eftir allt sem þær hafa lagt til samfélagsins. Ég á það sameiginlegt með flestum að finna meira til með mjaðmaskökkum gömlum konum en bældum skrifstofukörlum sem þora ekki að segja börnunum sínum að þeir elski þau.

En hvar erum við ef við styðjum ekki við bakið á menningunni okkar, í hvaða formi sem hún er? Vissulega hafa sum fyrirtæki tekið höndum saman við listamenn á aðdáunarverðan hátt, ég nefni sem dæmi Klink&Bank, en það verður samt sem áður alltaf bara dropi í menningarhafið. Og þegar við höfum hreinsað frá alla þá list sem ekki stendur undir sér, hvað stöndum við þá uppi með? Arnald Indriðason, Einar Bárðarson og jah…ég veit ekki einu sinni hvar myndlistin væri stödd. Aðrir listamenn væru dæmdir til skúringa að eilífu og listsköpun í hjáverkum, einkum og sér í lagi þeir yngri og óþekktari – sem hefðu annars getað orðið þeir bestu. Með fullri virðingu fyrir Arnaldi Indriðasyni og Einari Bárðar þá þarf meiri fjölbreytni til að við getum kallast menningarþjóð.

Ég held að minnihluti þjóðarinnar sé á sama máli og Frjálshyggjufélagsmenn um ríkisstyrkta menningu. Það er þó öllum hollt að vera minntir á það öðru hvoru hversu mikilvægt hlutverk lista og menningar er í samfélagi okkar. Án stuðnings við listina væri hún einsleit og lítt fjölbreytt, við værum sveitó, krakkar, þá fyrst væri kannski eitthvað vit í pitsujussuskrifum Stefáns Snævarr, þá fyrst værum við það white trash sem Íslendingar eru alltaf að berjast við að vera ekki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand