Hinir vöknuðu Íslendingar

PISTILL Um miðja nótt berst drumbusláttur og lykt af brennandi jólafuru inn um glugga lengst vestur í bæ. Mótmælendur grýta alþingishúsið, hrópa í kór og slá taktinn. Lögregla beitir piparúða, kylfum og táragasi. -Táragasi hefur ekki verið beitt á Íslandi síðan 1949 enda mótmæli sem þessi ekki sést síðan þá.

PISTILL Um miðja nótt berst drumbusláttur og lykt af brennandi jólafuru inn um glugga lengst vestur í bæ. Mótmælendur grýta alþingishúsið, hrópa í kór og slá taktinn. Lögregla beitir piparúða, kylfum og táragasi. -Táragasi hefur ekki verið beitt á Íslandi síðan 1949 enda mótmæli sem þessi ekki sést síðan þá.

Mótmælin undanfarnar vikur og mánuði bera vott um vitundarvakningu almennings í þjóðfélagi sem hefur sofið alltof lengi. Sú vakning verður að teljast jákvæð. En þolinmæðin er bersýnilega á þrotum. Ólgan eykst með hverjum deginum og aðgerðirnar fara harðnandi. Þær verða ekki hunsaðar lengur líkt og ríkisstjórnin hefur gert til þessa. Hún hefur brugðist og verður nú að horfast í augu við að ekkert virðist geta endurvakið traust hennar.

Myndir af ráðherra sem horfir glottandi niður á mótmælendur úr alþingishúsinu verða síst til þess að vekja traust eða tiltrú. Það er óvirðing gagnvart fólkinu sem sinnir lýðræðinu og sækir rétt sinn, langflest með friði og spekt. Það er stór feill að tala um þetta fólk sem skríl, óvita eða krakka. Þetta fólk er á öllum aldri úr öllum þjóðfélagsstéttum, fólkið sem er atvinnulaust, hefur misst húsnæði sitt eða sparifé. Þetta er fólkið sem kemur til með að taka á sig þær miklar skuldir sem stofnað hefur verið til, og fólkið sem mun flýja land ef ekki verða gerðar breytingar og betrumbætur. Ekki má rugla þessum stóra meirihluta friðsælla mótmælenda við þann minnihluta  sem viðhefur ofbeldi, óeirðir og skemmdarverk. Sá minnihluti skemmir auðvitað mest fyrir sjálfum sér og gerir sig marklausan með aðgerðunum. En því miður skemma þeir einnig mjög fyrir öllum í kringum þá og koma óorði á friðelskandi fólk.

Gjáin sem hefur myndast milli stjórnmálamannsins sem gerir lítið úr umboðinu sem honum hefur verið treyst fyrir tímabundið og hins almenna borgara sem vill nýja ríkisstjórn fer stækkandi. Ómögulegt er orðið að brúa þetta bil og því ætti Samfylkingin að sjá sóma sinn í að slíta stjórnarsamstarfinu hið snarasta og boða til kosninga. Sýna fólkinu í landinu þá virðingu og hlusta á mótmæli þess þegar því er jafn illa misboðið núna.

Krafan um ríkisstjórnarslit er skýr og réttmæt. Hún er útbreidd, innan Samfylkingarinnar sem utan hennar eins og glögglega kom í ljós á fundi SFFR í Þjóðleikhúskjallaranum. Ríkisstjórnarsamstarfið er tikkandi tímasprengja. Tímasprengja sem mun springa og valda meiri eyðileggingu eftir því sem hún fær að tifa lengur.

Það verður að slíta samstarfinu og hefja tiltektarstörf hjá ríkinu. Ekki má bíða lengur með að taka af skarið. Það verður að taka ákvörðun sem fyrst, áður en trúverðugleiki Samfylkingar minnkar enn frekar og fleiri stuðningsmenn gefa hana upp á bátinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand