Í BUSH-HEIMI

Það virðist ómögulegt að kveikja á sjónvarpinu um þessar mundir án þess að fá myndir af hrottafengnum, óskiljanlegum hryðjuverkum um allan heim. Á síðustu tveim vikum hefur heimsbyggðin horft bergnuminn af skelfingu á atburðina í Norður-Ossetíu, þar sem á fimmta hundrað létust, þar af rúmur helmingur börn. Og það er ekki eina voðaverkið í Rússlandi síðustu daga, skömmu fyrir umsátrið í Beslan var sjálfsmorðsárás við neðanjaraðarlestarstöð í Moskvu sem dró tíu til dauða. Það virðist ómögulegt að kveikja á sjónvarpinu um þessar mundir án þess að fá myndir af hrottafengnum, óskiljanlegum hryðjuverkum um allan heim. Á síðustu tveim vikum hefur heimsbyggðin horft bergnuminn af skelfingu á atburðina í Norður-Ossetíu, þar sem á fimmta hundrað létust, þar af rúmur helmingur börn. Og það er ekki eina voðaverkið í Rússlandi síðustu daga, skömmu fyrir umsátrið í Beslan var sjálfsmorðsárás við neðanjaraðarlestarstöð í Moskvu sem dró tíu til dauða.

Í Írak virðist ekkert lát á skæruhernaði og tveir bandarískir hermenn hafa látist að meðaltali á degi hverjum síðan Bush lýsti meiriháttar átökum lokið fyrir rúmu ári. Þá eru ótaldir þeir hundruðir Íraka sem hafa fallið á þessum tíma. Blaðamenn og aðrir óbreyttir borgarar eru skotmörk ósvífinna mannræningja eins og best sást af þeim myndum sem birtust á Netinu fyrir skömmu af 12 nepalölskum verkamönnum sem var bókstaflega búið að slátra.

Ófriðurinn í Írak, líkt og farsótt, er tekinn að dreifa sér til annara landa, nýlegasta birtingarmyndin í Jakarta, þegar sendiráð Ástralíu var sprengt upp, níu látnir og tæplega hundrað illa særðir. Eftir árásina í Indónesu birti arabísk sjónvarpsstöð myndband með Ayman al-Zawahri, næst æðsta manni al Qaeda samtakanna þar sem hann lýsti áfangasigrum í Afganistan, sagði þriðjung landsins vera aftur komið á þeirra band og að bandarískir hermenn hafi verið neyddir í skotgrafirnar, eins og hann orðaði það. Hvort sem það reynist rétt eður ei er það víst að fullnaðarsigur er langt því frá að nást þar í landi og Bin Laden gengur enn laus. Auk þess hafa stjórnmálaskýrendur vakið athygli á því að myndbönd al Qaeda eru oftast undanfari frekari hryðjuverka, líkt og myndbandið sem birtist í mars, degi fyrir árásina í Madrid.

Og það er ekki bara frá Rússlandi og Írak sem bál ófriðar dreifast. Eftir langt og vel þegið sumarfrí eru Hamas-samtökin aftur tekin við fyrri iðju og sprengdu upp tvo strætisvagna á Vesturbakkanum í síðustu viku, 16 létust og Ísraelsher svaraði að sama skapi með sínum eigin hryðjuverkum og jöfnuðu nokkur hverfi við jörðu.

Þá eru ósögð skelfilegustu hryðjuverkin af þeim öllum, í Darfur, þar sem svo ógeðslegir hlutir eru að gerast að þeim verður seint komið fyllilega í orð.

Þessir atburðir sýna okkur að vert er að gefa alþjóðlegum hryðjuverkum gaum og að baráttan gegn þeim hefur áhrif á alla heimsbyggðina.

Á sama tíma er það kaldhæðnislegt að forseti Bandaríkjanna, sjálfskipaður leiðtogi heimsins í stríðinu gegn hryðjuverkum skuli nýverið hafa komið fram á flokksþingi Repúblikana í New York undir slagorðinu ,,Byggjum öruggari heim og von fyrir Bandaríkin” er salurinn stóð á lappir og þakkaði honum fyrir styrka stjórn í stríðinu gegn hryðjuverkum.

Það væri einföldun að kenna Bush um alla þessa hroðalegu atburði en hann ber ábyrgð á innrásinni og hersetunni í Írak, hann hefur stutt Putin Rússlandsforseta blint í herförinni í Tétsníu og hefur ekkert gert til að leiða Ísraela og Palestínumenn að sáttarborðinu.

Bush og félagar eru langa leið frá því að ná fram sigri í stríðinu gegn hryðjuverkum þrátt fyrir þau fögru orð sem féllu í New York. Reyndar viðurkenndi Bush í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að ,,sigur myndi aldrei nást í stríðinu gegn hryðjuverkum” en virtist fljótt átta sig á orðum sínum og bætti strax við að markmiðið með stríðinu væri að skapa umhverfi í heiminum þar sem hryðjuverkamönnum væri mætt af meiri hörku og harðsvífni.

Bush hefur haldið fram að í stríðinu gegn hryðjuverkum gildi sömu reglur og í hefðbundnu stríði en skynsemin segir manni að við stöndum frammi fyrir ógn sem er svo gjörólík öllu öðru sem við höfum áður upplifað í veraldarsögunni og því hljóti önnur lögmál gilda.

Ég held að við getum öll verið sammála um að heimurinn er síður öruggari en hann var fyrir þrem árum. Frekar mætti segja um Suðurríkja-aðferðafræði Bush að skjóta fyrst spyrja svo hafi frekar hvatt hryðjuverkamenn til dáða en ella.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand