Eru fléttulistar af hinu góða?

Markmiðið með jafnréttisbaráttu er að hver einstaklingur sé metinn að verðleikum og að sá hæfasti hverju sinni hljóti framgang. Að því gefnu að karlar og konur séu jafnhæf til að starfa í stjórnmálum hlýtur því að vera vísbending um að jafnrétti sé ekki virt ef hlutfall hvors kyns á Alþingi og í ríkisstjórn er til lengri tíma ekki nálægt 50%. Markmiðið með jafnréttisbaráttu er að hver einstaklingur sé metinn að verðleikum og að sá hæfasti hverju sinni hljóti framgang. Að því gefnu að karlar og konur séu jafnhæf til að starfa í stjórnmálum hlýtur því að vera vísbending um að jafnrétti sé ekki virt ef hlutfall hvors kyns á Alþingi og í ríkisstjórn er til lengri tíma ekki nálægt 50%.

Samfylkingin er jafnréttisflokkur
Samfylkingin hefur verið í fararbroddi jafnréttisbaráttunnar. Hún hefur ekki aðeins talað fyrir jafnrétti heldur hefur hún einnig náð því innan sinna raða. Fyrsti talsmaður flokksins var kona og forsætisráðherraefni hans í síðustu kosningum var kona. Báðir varaformenn flokksins hafa verið konur. Allir þrír þingflokksformennirnir hafa verið konur. Árið 1999 voru 9 konur kjörnar á þing fyrir flokkinn en 8 karlar. Árið 2003 voru 11 karlar kjörnir en 9 konur. Fyrir liggur að ef Samfylkingin kæmist í ríkisstjórn myndu líklegast fleiri konur en karlar verða ráðherrar. Samfylkingin hefur því með afgerandi hætti náð því marki að jafnt konur sem karlar séu metin að verðleikum og hljóti framgang sökum hæfni sinnar.

Flokksmenn þurfa ekki valdboð að ofan
Í ljósi þess hversu staða jafnréttismála innan Samfylkingarinnar er góð kemur undarlega fyrir sjónir að uppi skuli vera hugmyndir um að binda í lög flokksins að framboðslistar hans skuli vera svokallaðir fléttulistar, þ.e. að annað hvert sæti sé skipað konu, en hitt karli. Slík miðstýring að ofan við val á framboðslista í einstökum kjördæmum virðist algjörlega óþörf enda er ekkert sem bendir til þess að hinn almenni flokksmaður í Samfylkingunni þurfi á slíku að halda til að gæta jafnréttis. Það kennir sagan okkur.

Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefðu ekki komist á þing ef fléttulistar hefðu verið notaðir
Einnig er hægt að setja stórt spurningamerki við að fléttulistar séu til þess fallnir að auka jafnrétti. Í raun má halda því fram með rökum að upptaka fléttulista geti dregið úr jafnrétti í flokki þar sem það er þegar í hávegum haft. Taka má tvö dæmi, annað tilbúið – en hitt raunverulegt.

Í tilbúna dæminu skulum við hugsa okkur tvö kjördæmi, A og B, þar sem Samfylkingin býst við að fá tvo þingmenn í hvoru, fjóra samtals. Niðurstaða prófkjörs í kjördæmunum er sú að flokksmenn vilja fá tvær konur í efsta sæti í kjördæmi A en tvo karla í kjördæmi B. Nái flokkurinn markmiði sínu um tvo þingmenn í báðum kjördæmum myndu því tvær konur og tveir karlar komast á þing úr þessum kjördæmum fyrir Samfylkinguna.

En ef fléttulistahugmyndin yrði að veruleika myndu flokksmenn Samfylkingarinnar í þessum kjördæmum ekki fá að velja þá frambjóðendur sem þeim væru mest að skapi. Í báðum kjördæmunum þyrfti sá sem lenti í öðru sæti að víkja fyrir frambjóðanda af hinu kyninu – í kjördæmi A þyrfti kona nr. 2 að víkja fyrir karli en í kjördæmi B þyrfti karl nr. 2 að víkja fyrir konu. Ef árangurinn í kosningunum yrði sá sami – fjögur þingsæti í þessum tveimur kjördæmum myndu eftir sem áður tvær konur og tveir karlar komast á þing fyrir Samfylkinguna úr þessum kjördæmum. Bara ekki þeir karlar og þær konur sem flokksmenn vildu helst.
– Spurt er: Auka fléttulistar á jafnréttið í þessu tilviki?

Í raunverulega dæminu skulum við skoða hvaða áhrif það hefði haft á kosningaúrslit 1999 og 2003 ef fléttulistar hefðu verið boðnir fram. Gert er ráð fyrir að sami einstaklingur hefði skipað efsta sæti á fléttulistanum og raunin var – en síðan hefðu kynin skipst á eftir það. Í kosningunum 1999 hefði niðurstaðan orðið sú að í stað þess að 9 konur og 8 karlar næðu kjöri – hefðu í raun 9 karlar og 8 konur komist á þing! Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Gísli S. Einarsson hefðu dottið út. Árið 2003 hefðu, í stað 11 karla og 9 kvenna, 10 karlar og 10 konur náð kjöri. Þau Jón Gunnarsson, Einar Már Sigurðarson og Katrín Júlíusdóttir hefðu aftur á móti ekki komist á þing.
– Spurt er: Hefði fléttulistafyrirkomulagið verið til bóta fyrir flokkinn í þessum tilvikum?

Ekki þörf á aðgerðum meðan flokksmenn halda áfram á sömu jafnréttisbraut
Niðurstaðan er því sú að á meðan kjósendur og flokksmenn Samfylkingarinnar halda áfram á sömu jafnréttisbraut er óþarft að grípa til sérstakra miðstýrðra aðgerða til að jafna hlut kvenna og karla á framboðslistum flokksins umfram það sem nú er.

Það þarf ekki að binda hendur flokksmanna við val á framboðslistum. Samfylkingarfólk er einfaldlega best til þess fallið sjálft að velja sigurstranglega lista þar sem fulltrúar ólíkra hópa og sjónarmiða eiga fulltrúa sína.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand