5500 börn

Titill þessarar greinar vísar þeirra 5500 barna sem deyja á dag í fátækari hluta heimsins vegna þess að þau eru óbólusett. Barna sem deyja að óþörfu. Því ólíkt íslenskum börnum þá njóta þau ekki þess munaðar sem grunn heilbrigðisþjónusta er. Þau deyja úr sjúkdómum sem öll íslensk born eru bólusett gegn. 5500 börn. Ekki 5500 íslensk börn sem drekka líter af gosi á dag. Ekki 5500 börn sem sáu flugeldasýningu á Menningarnótt. Ekki 5500 íslensk börn sem borguðu hundrað krónur með símanum til að kjósa Ædol-stjörnu. Titill þessarar greinar vísar þeirra 5500 barna sem deyja á dag í fátækari hluta heimsins vegna þess að þau eru óbólusett. Barna sem deyja að óþörfu. Því ólíkt íslenskum börnum þá njóta þau ekki þess munaðar sem grunn heilbrigðisþjónusta er. Þau deyja úr sjúkdómum sem öll íslensk born eru bólusett gegn.

Það er gott að við hugsum vel um börnin okkar hér á Íslandi. En við berum líka ábyrgð á börnunum í fátækustu löndum heims. Það hlýtur að stríða gegn réttlætiskennd okkar að horfa á þessi börn deyja þegar að bóluefnin eru til, peningarnir eru til,og hjúkrunarfólkið er til. Það hlýtur þá að vera viljinn sem vantar. Við verðum að þrýsta á stjórnvöld á Íslandi sem og annarstaðar á Vesturlöndum að koma í veg fyrir þennan hrylling. 5500 börn á dag. Tvær milljónir barna á ári sem deyja óbólusett.

Hvað kostar réttur barns til að lifa?
Hversu ósanngjarnt er það fyrir barn, fyrir aðstandendur, fyrir okkur öll, að það deyi í einum hluta heimins af sjúkdómum sem eru á við væga flensu í öðrum hluta hans? Hversu ósanngjarnt er það þegar að lækningin er til og hefur verið til í tugi ára að enn falli börn unnvörpum fyrir þessum sjúkdómum, já 5500 litlir einstaklingar á dag. Það kostar rúmar 1500 krónur að bólusetja hvert þessara barna. Þetta eru 1500 krónur sem við ríkari þjóðir heims eigum til.

Við hefðum t.d. getað safnað fyrir árs bólusetningum með því að spara eitthvað af þeim rándýru sprengjum sem Íslendingum, Bandaríkjamönnum og fleirum fannst réttlætanlegt og nauðsynlegt að varpa á Bagdad.

Viltu bjarga lífi barns í dag?
Það kostar 1500 krónur að bjarga einu barni. Þeir sem vilja gera eitthvað núna strax geta t.d. farið á vef UNICEF á Íslandi og gerst styrktaraðilar. UNICEF vinnur að því að bólusetja þau 30 milljónir barna sem eru óbólusett í þriðja heiminum en þarfnast stuðnings fólks eins og okkar.

Við getum gert svo miklu, miklu meira!
Það er gríðarlegt viðvarandi óréttlæti í heiminum. Þetta óréttlæti er á ábyrgð ríkjandi ríkisstjórna. Fimmtungur jarðabúa hefur forgang á mat, hreinu vatni, lyfjum, búsetu, öruggum störfum og stórum bílum. Restin af íbúum jarðarinnar fær molana sem hrynja af veisluborðum okkar. Árið 2000 funduðu fulltrúar allra landa heims hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákveðin voru átta markmið fyrir heimsbyggðina sem stefnt skyldi að því ná fyrir árið 2015. Efst á blaði var útrýming fátæktar. Þar verðum við að gera betur.

Enginn framþróun hefur orðið fyrir þann fimmtung jarðarbúa sem er fátækastur á síðustu tuttugu árum. Það er óásættanlegt að þessi hópur hafi það verra í dag en þá, þrátt fyrir upplýstari heim og sífellt ríkari Vesturlönd. Til þess að eitthvað megi gerast þá verðum við sem erum rík að hjálpa fátækum þjóðum. Þetta ætti að vera einfalt en er það auðvitað ekki. Þróunaraðstoð sem ekki nær fram vegna spillingar og skorts á lýðræði er vandamál. Auðhringar sem nýta ódýrt vinnuafl í þróunarríkjum og spilla vatnsbólum þeirra með útblæstri og mengun eru vandamál. Við verðum að tækla þessi vandamál og og við verðum að byrja strax. Á hverju ári deyja þrjár milljónir manna úr sjúkdómum sem við Íslendingar erum ónæmir fyrir. Það deyja í dag fleiri úr Mislingum en sem deyja vegna Alnæmis.

Allra hagur
Nokkrir dropar af bóluefni gætu dugað. Þannig næðist barnadauðinn niður, sem um leið leiðir til færri fæðinga og færri kvenna sem deyja við barnsburð. Fólk sem hefur von um langlífi er líklegra til að leggja meira upp úr menntun sinni og barna sinna. Fleiri munu leggja fyrir og spara, eigi þeir von um langt ævikvöld og meiri peningar verða í umferð. Allt mun þetta leiða til að auðveldara verður að lyfta efnahag þjóða, jafnrææði þjóða eykst, flóttamönnum fækkar og atvinnuleysi minnkar. Heilbrigðari heimsbyggð er því um leið veröld þar sem færri eru fátækir, færri stríð eru háð og fleiri manneskjur fá að lifa sómasamlegu lífi.

Vertu með okkur í berjast fyrir réttlátari heimi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand