Jólahugleiðing

Nú er hápunktur jólahátíðarinnar liðin og vona ég að þið hafið haft það sem allra best. Sjálfur hafði ég það mjög gott, fékk margar góðar gjafir, borðaði ótæpilega mikið af jólamat og góðgæti og eyddi þessum dögum í friði í faðmi fjölskyldunnar. Ég hef semsagt ekki yfir neinu að kvarta. En því miður eru jólin ekki gleðiefni fyrir alla og þau eru einmitt sá tími sem sumir hafa það hvað verst. Nú er hápunktur jólahátíðarinnar liðin og vona ég að þið hafið haft það sem allra best. Sjálfur hafði ég það mjög gott, fékk margar góðar gjafir, borðaði ótæpilega mikið af jólamat og góðgæti og eyddi þessum dögum í friði í faðmi fjölskyldunnar. Ég hef semsagt ekki yfir neinu að kvarta. En því miður eru jólin ekki gleðiefni fyrir alla og þau eru einmitt sá tími sem sumir hafa það hvað verst.

Þegar ég var að troða (bókstaflega) síðasta bitanum af hamborgarahryggnum ofan í mig, í hlýrri borðstofunni með kertaljósin logandi á aðfangadagskvöld, varð mér allt í einu hugsað til þess fólks sem á ekki einu sinni í nein hús að vernda á þessum kaldasta og dimmasta tíma ársins. Það var ekki laust við að maður skammaðist sín. Hérna á litla ríka Íslandi þar sem allir hafa það svo gott er til svo mikil fátækt og eymd. Einhvernveginn hvarf maður svo aftur að sínum eigin raunveruleika og gleymdi þessu. ,,Hvað getur maður svo sem gert?” hugsaði maður innst inni, en sem betur fer er til fólk sem gerir eitthvað. Fólk sem leysir aðra undan samviskubiti þeirra. Þetta eru hetjurnar.

Einn veitingamaður í Grafarvoginum gerði slíkt góðverk um jólin svo að maður varð djúpt snortinn. Mitt í allri jólageðveikinni var maður sem var tilbúinn að fórna sínum hefðbundnu jólum til að veita þeim sem minna mega sína hlýrri og gæfuríkari jól en þeir annars hefðu átt. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir þessu fólki þar sem það gat fengið húsaskjól og borðað jólamat meðan húsrúm og birgðir leyfðu. Ef einhver maður á skilið að fá fálkaorðuna eða verða kjörinn maður ársins er það tvímælalaust Maggi á veitingastaðnum Mangó í Grafarvoginum. Maður tekur hattinn ofan fyrir slíkum afbragðsmönnum.

Á jóladag átti ég leið framhjá Smáralind. Þar var furðuleg kyrrð yfir öllu, ekki hræða á ferli í kringum húsið, ekki einn bíll á ferðinni. Þarna höfðu bílarnir rúmlega sólarhring áður verið nánast í stafla ofan á hvorum öðrum og fólk á þeytingi inn og út með aðföng fyrir jólin (orðið aðfangadagur jóla fór allt í einu að hringja bjöllum). Eins og hendi væri veifað var þetta allt búið. Allar jólaauglýsingarnar sem höfðu tröllriðið öllu í nokkrar vikur voru hættar. Jólasveinninn sem svo glaðhlakkalegur veifar visakortinu sínu framan í okkur í jólaauglýsingum ónefnds kortafyrirtækis, svona rétt til að minna okkur á hinn sanna boðskap jólanna, var lagður af stað til fjalla. Íslendingar höfðu enn og aftur slegið eigið met í jólaeyðslunni.

Maður fór allt í einu að velta fyrir sér jólaboðskapnum sem löngu virðist vera farinn út um þúfur – en er okkur ekki flestum sama um hann? Við gerum jólin að því sem þau eru og virðumst ekki ætla að breyta því. Maður nagar sig í handabakið eitthvað fram á nýja árið en um leið og allir eru búnir að jafna sig í veskinu, sem oft er ekki fyrr en um næstu jól, dettum við í sama gamla góða farið. Við getum nú ekki verið þekkt fyrir annað en að slá metið næstu jól líka.

Annars vona ég að allir hafi það sem best það sem eftir lifir hátíðanna og eigi jafnframt farsælt og gott nýtt ár.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand