Hvert atkvæði skiptir máli!

,,Við getum líka álasað þeim 156 manns sem mættu ekki á kjörstað til að tryggja Gumma Steingríms þingsæti á laugardaginn og því fella ríkistjórnina! Alcan getur líka agnúast útí þau 88 sem voru andvíg deiliskipulaginu um stækkun álversins í Straumsvík. Hvert atkvæði skiptir máli, þannig er lýðræði. Segir Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Eiríkur Hauksson stóð sig með prýði á sviðinu í Helsinki, gott lag og góður söngvari. Flottir gítarleikararnir, sérstaklega þessi fyrsti til vinstri sem var í rosa fíling.

Ísland var víst 13 atkvæðum frá því að komast í úrslitakeppnina sem sýnir enn og aftur hversu mikilvægt hvert atkvæði er.

Við getum skellt skuldinni á þá 14 íslensku námsmenn í Horsens sem ekki kusu þetta kvöld.

Við getum líka álasað þeim 156 manns sem mættu ekki á kjörstað til að tryggja Gumma Steingríms þingsæti á laugardaginn og því fella ríkistjórnina!

Alcan getur líka agnúast útí þau 88 sem voru andvíg deiliskipulaginu um stækkun álversins í Straumsvík.

Hvert atkvæði skiptir máli, þannig er lýðræði.

Ég kaus Ungverjaland, það féll vel að mínum smekk en annars fannst mér Serbía standa uppúr í keppninni og átti ég erfitt með að velja á milli þeirra tveggja.

Fólk er fúlt eftir Eurovision og er skellir fýlunni sinni á yfirgnæfandi markaðsstöðu Austur-Evrópu í keppninni.

Ég varð ekki fúl, besta lagið og flottasti flutningurinn vann yfirgnæfandi og réttlátan sigur!

Því miður þá voru V-Evrópuþjóðirnar með léleg lög. Var ég sú eina sem sá og hlustaði á Flugfreyjukórinn frá Bretlandi?

Ef saga Eurovision er skoðuð þá vitum við að uppruni og markmið þessarar frábæru keppni var að sameina stríðshrjáða Evrópu eftir seinni heimstyrjöldina. Hvergi á hnettinum búa jafn mörg þjóðarbrot, tungumál og mismunandi menningararfleið á jafn fáum fermetrum. Hvergi í heiminum hefur verið jafn oft háð stríð í gegnum mannkynssöguna (ætli Mið-Austurlönd séu ekki að nálgast metið í dag þó). En einu sinni á ári komum við saman í skapandi tilgangi, hlustum á frumsamda tónlist í flottum, vondum, geðveikum, skrýtnum, vönduðum flutningi og sitt sýnist hverjum. Ég hef endalaust gaman af Eurovision. Hér á landi fá lagasmiðir leiðir til að koma sköpun sinni á framfæri og oft lifa lögin í undankeppninni góðu lífi, sjáið Sólarsömbu!!

Austur-Evrópa er að finna sig í Evrópusamstarfinu og er að sleikja sárin eftir dimma sögu í áratugi. Er fólk búið að gleyma? Ég er nú rétt 30 ára og man eftir fréttaflutningnum með hrylling frá munaðarleysingahælunum í Rúmeníu?

Fólk segir að V-Evrópa eigi ekki séns.

Vann Finnland ekki í fyrra?

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði –
Mír.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið