Sögusagnir Moggans

,,Það er ekki djúpstæður klofningur í Samfylkingunni vegna formannsskiptanna 2005 eins og Mogginn heldur fram. Ekkert sem gerst hefur síðan hefur bent til þess. Það hafa ekki orðið neinar fjöldaúrsagnir. Það hefur enginn stofnað nýtt framboð óánægðra Samfylkingarmanna. Það hefur bókstaflega ekkert gerst sem bendir til neins klofnings.“ Segir Þórður Sveinsson formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Það er ekki djúpstæður klofningur í Samfylkingunni vegna formannsskiptanna 2005 eins og Mogginn heldur fram. Ekkert sem gerst hefur síðan hefur bent til þess. Það hafa ekki orðið neinar fjöldaúrsagnir. Það hefur enginn stofnað nýtt framboð óánægðra Samfylkingarmanna. Það hefur bókstaflega ekkert gerst sem bendir til neins klofnings.

Sem virðulegur fréttamiðill ætti Mogginn að fara að snúa sér að því að lýsa veruleikanum eins og hann er í stað þess að þyrla upp ryki og ýta undir sögusagnir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum.

Þessi árátta Moggans að vera stöðugt plottandi til að kippa fótunum undan ákveðnum stjórnmálamönnum og auka vegsemd annarra er óskiljanleg. Með því er ég ekki að segja að Mogginn megi ekki hafa pólitíska afstöðu og tjá hana í ritstjórnardálkum. En það er lágmarkskrafa að slík skrif taki mið af staðreyndum. Annars er Mogginn ónýtur miðill.

Greinin birtist í gær á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði – Mír.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand