Hverjir eiga að njóta orkunnar?

Af og til heyrist í fjölmiðlum að mögulegt væri fyrir Íslendinga að flytja rafmagn um sæstreng til annarra Evrópulanda. Fylgismenn raforkuútflutnings segja að þannig megi koma vistvænni, íslenskri orku á markað í hinni menguðu Evrópu og skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Ég hef enn ekki sannfærst af þessum rökum. Af og til heyrist í fjölmiðlum að mögulegt væri fyrir Íslendinga að flytja rafmagn um sæstreng til annarra Evrópulanda. Fylgismenn raforkuútflutnings segja að þannig megi koma vistvænni, íslenskri orku á markað í hinni menguðu Evrópu og skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Ég hef enn ekki sannfærst af þessum rökum.

Mikil spurn eftir að nota íslenskt rafmagn á Íslandi
Hægt væri að fjalla um þetta mál frá mörgum hliðum en aðalatriðið að mínu mati er það að á undanförnum árum hefur orkunotkun Íslendinga aukist hratt. Orkan hefur að stórum hluta verið notuð til virðisaukandi framleiðslu á Íslandi sem skapar störf og í flestum tilvikum miklar gjaldeyristekjur. Ljóst er að raforkuþörfin verður afar mikil á komandi áratugum ef áform stjórnvalda um uppbyggingu stóriðju og vetnisframleiðslu ganga eftir. Ekki má svo gleyma því að Íslendingum fer fjölgandi og rafmagnsnotkun heimila og fyrirtækja fer vaxandi af þeim sökum.

Vatnsaflið og jarðvarminn á Íslandi eru því miður ekki óþrjótandi auðlind og meðan spurn eftir að nota íslenskt rafmagn hér heima er jafnmikil og raun ber vitni væri óviturlegt að ætla sér að selja töluvert af orkunni úr landi.

Stórt skref afturábak
Hugmyndirnar um raforkuútflutning um sæstreng ganga því í raun út á það sem við höfum verið að reyna að forðast um langa hríð: Að selja óunna vöru úr landi og eftirláta öðrum þjóðum, sem eru að líkindum ekki betur til þess fallnar en við, að búa til úr henni verðmæta vöru.

Á þetta get ég ekki fallist og vona því að allar hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng verði lagðar á hilluna hið fyrsta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand