Aðeins um sérsveitina hans Björns

Afbrotum hefur ekkert verið að fjölga þannig að nauðsyn þyki að stórefla sérsveit lögreglunnar. Samkvæmt tölum frá embætti Ríkislögreglustjóra hefur fjölda líkamsmeiðinga og ofbeldisbrota verið tiltölulega stöðugur undanfarin ár. Þeim hefur ekkert verið að fækka en ekki heldur að fjölga. Ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum hefur verið að fækka undanfarin ár, bæði sé miðað við fjölda íbúa og fjölda lögreglumanna. Fíkniefnabrot hafa fjölgað eitthvað enda hefur gríðarlegum peningum verið eytt í þann málaflokk, t.d. með aukinni tollgæslu og öðrum aðgerðum en ekki vegna þess að löggan er svo vel vopnuð. Nú fyrir áramótin þegar það var verið að samþykkja fjárlög fyrir þetta ár ákváðu stjórnarflokkarnir að skera niður í heilbrigðiskerfinu og segja upp starfsfólki. Þá tóku Sjálfstæðismenn sérstaklega fram að ef þessi þróun héldi áfram myndum við ekki gera annað en að greiða fyrir heilbrigðikerfið. Núna nokkrum mánuðum seinna er dómsmálaráðherra með hugmyndir að auka mannskap í sérsveit lögreglunnar. Hugmyndir hans ganga út á það fjölga í sveitinni úr 21 í 50 og mun þá heildarkostnaðurinn vera um 250 milljónir á ári. Markmiðið er að ,,styrkja öryggi lögreglunnar og þar með hins almenna borgara” eins og Björn orðar það. Björn hefur líka sagt opinberlega að mikil harka í fíkniefnaheiminum sé ástæða fyrir því að fjölga í sérsveitinni.

Akureyri og Keflavík
Hann tók fram á heimasíðu sinni að það þyrfti sérstaklega að auka hana á Akureyri og Keflavíkurflugvelli. Þessi blessaða sérsveit er vel vopnum búin og er yfirleitt notuð þegar eitthvað umsátursástand myndast. Ekki man ég í fljótheitum eftir að slíkt alvarlegt ástand hafi skapast á Akureyri sem ekki hefur verið hægt að ráða við öðruvísi. Kannski vill hann hafa vopnaða öryggisverði á flugvellinum á Akureyri. Þeir sem hafa ferðast í gegnum þann flugvöll vita það mæta vel að peningunum eru betur notaðir í brýnni verkefni. En hvað þá með Keflavík. Þarf virkilega vopnaða sérsveitamenn þar. Þar er nú einu sinni staðsettur eitt stykki her sem ætti að geta ráðið við einhverja erfiðleika ef þeir koma upp. Það er svo aftur önnur umræða að hafa tiltæka einhverja sveit þar ef að herinn er eitthvað á leiðinni héðan. Er ekki bara betra að horfa á staðreyndir.

Afbrotum hefur ekki fjölgað
Afbrotum hefur ekkert verið að fjölga þannig að nauðsyn þyki að stórefla sérsveit lögreglunnar. Samkvæmt tölum frá embætti Ríkislögreglustjóra hefur fjölda líkamsmeiðinga og ofbeldisbrota verið tiltölulega stöðugur undanfarin ár. Þeim hefur ekkert verið að fækka en ekki heldur að fjölga. Ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum hefur verið að fækka undanfarin ár, bæði sé miðað við fjölda íbúa og fjölda lögreglumanna. Fíkniefnabrot hafa fjölgað eitthvað enda hefur gríðarlegum peningum verið eytt í þann málaflokk, t.d. með aukinni tollgæslu og öðrum aðgerðum en ekki vegna þess að löggan er svo vel vopnuð.

Vinir Bjössa í Ameríku
Það er í sjálfu sér göfugt markmið hjá honum Bjössa að reyna að ná tökum á ofbeldimönnum og auka öryggi okkar með fjölgun í sérsveitinni. Ætli hann líti ekki til vina sinna í Bandaríkjunum, því þeim hefur gengið svo vel, er það ekki? Staðan í Bandaríkjunum er sú að þeir hafa aldrei eytt jafn mikið að fjármunum í lögreglu og réttarkerfi á sama tíma og tíðni afbrota er hvergi hærri. Það er ekki langt síðan að heildarútgjöld til réttarkerfisins, þar með talið lögregla, dómstólar og fangelsi, fór yfir útgjöld til menntamála. Með öðrum orðum Bandaríkjamenn eru að eyða meiri peningum til lögreglunnar en í menntakerfið. Er það virkilega það sem við viljum? Þá held ég velji frekar þá sem að vilja bæta heilbrigðiskerfið og leggja áherslu á menntamál.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand