Gagnsæi, ábyrgð, sjálfstæði

Í menntamálaráðuneytinu hefur verið um nokkurt skeið starfandi nefnd sem átti að skoða hvort þörf væri á að setja takmarkanir um eignarhald á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Tillagna hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, einkum þar sem skilaboð stjórnvalda voru nokkuð skýr þegar nefndin fór af stað í sinni vinnu. Það var kallað á takmarkanir á eignarhaldi og þá einkum horft til þess hversu stóran hlut á fjölmiðlamarkaði Norðurljós hafa nú undir sínum hatti. Nú hafa þær fregnir borist að ekki standi til að setja sérstök lög um takmarkanir á eignarhaldi en frekar verði horft til þess að endurskoða þær heimildir sem eru til staðar í gildandi lögum og ef til vill verði þær efldar. Þetta er nokkuð í takt við það sem Samfylkingin hefur haldið fram og kemur m.a. fram í okkar tillögu sem þegar hefur verið lögð fram á þingi. Það er í sjálfu sér ánægjulegt ef stjórnvöld hafa séð að sér og áttað sig á því hversu miklum vandkvæðum það er bundið að setja óþarfa hömlur á viðkvæman markað. Enda er að mínu mati ekkert sem kallar á það nú að slíkar hömlur séu settar á fjölmiðlana. Á haustdögum fór af stað mikið fár vegna þróunarinnar á fjölmiðlamarkaði. Háværar umræður spunnust um samþjöppun á markaðnum og margir kölluðu á að sett yrðu lög til að takmarka eignarhald í fjölmiðlafyrirtækjum. Slík umræða er skiljanleg. Hætta er á því að einokun eða fákeppni skaði hæfni fjölmiðlanna til að sinna hlutverki sínu og grafi undan gildi þeirra með því að þeir sinni öðru fremur hagsmunum eigenda sinna eða stjórnenda, m.a. í stjórnmálum og viðskiptum. Hlutverk fjölmiðlanna sem upplýsingaveitu er óhemju mikilvægt og þeirra þáttur í að koma upplýsingum á framfæri til almennings er ekki síður nauðsynlegur til þess að tjáningafrelsi fái þrifist. Í nútímasamfélagi er heilbrigð fjölmiðla- starfsemi forsenda grundvallarmannréttinda og hún er auk þess nauðsynleg flestu gangverki samfélagsins eins og atvinnulífi, stjórnmálum og menningarstarfsemi svo dæmi séu tekin.

Íslenskur fjölmiðlamarkaður
Samfylkingin hefur ekki tekið þátt í þeirri kröfu að setja eigi takmarkanir á eignarhald fjölmiðla á Íslandi. Fjölmiðlamarkaður hvers ríkis er einstakur og einmitt af þeim sökum eru lög um starfsumhverfi og eignarhald fjölmiðla yfirleitt ekki eins í einu ríki og öðru. Íslenski fjölmiðlamarkaðurinn hefur þá sérstöðu að vera örmarkaður þar sem til staðar er afar sterkt ríkisútvarp en það er ákveðin brjóstvörn gegn því að eignarhaldið fari á fáar hendur. Með því að setja frekari takmarkanir á eignarhald er hætt við því að fjölmiðlafyrirtækjum verði gert of erfitt um vik með aðgang að fjármagni sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir örsmáan og viðkvæman markað. Samfylkingin leggur áherslu á að eignarhaldið sé gagnsætt, að almenningur viti hverjir eiga fjölmiðlana. Við viljum með öðrum orðum að neytendur séu upplýstir um eignarhaldið og við viljum líka leita leiða til þess að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla gagnvart eigendum sínum og stjórnendum, eða öðrum er kynnu að leitast við að hafa áhrif á umfjöllun þeirra.

Tillaga Samfylkingarinnar
Í þessu skyni höfum við fimm þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu sem hefur það markmið að tryggja gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla hér á landi. Tillagan er afrakstur nefndar sem hefur starfað á vettvangi Samfylkingarinnar í vetur og hefur það hlutverk að skoða fjölmiðlamarkaðinn og velta upp tillögum til úrbóta. Fyrr í vetur lögðum við fram tvö frumvörp til að tryggja vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra, en slík vernd er forsenda blómlegrar fjölmiðlastarfsemi. Nú höfum við kynnt hugmynd að lausn til að bregðast við þeirri hættu sem markaðnum kann að stafa af samþjöppun á eignarhaldi. Við leitum fyrirmynda hjá fjölda þjóða sem lagt hafa áherslu gagnsæi á þessum markaði en þess má geta að allar norðurlandaþjóðirnar hafa slíkar reglur og langflest nágrannaríki okkar. Evrópuráðið samþykkti tilmæli um gagnsæi á fjölmiðlamarkaði fyrir um tíu árum síðan en stjórnvöld hér á landi hafa ekkert gert með þau ennþá. Það sætir furðu að ekki skuli vera áhugi fyrir því að setja slíkar reglur hér, en með því að tryggja gagnsæið geta neytendur sjálfir lagt mat á umfjöllun fjölmiðlanna. Í tillögu okkar Samfylkingarfólks er lagt til að nefnd athugi hvernig hægt sé að tryggja að tryggja almenningi aðgang að hlutlögum grundvallar- upplýsingum um eignarhald á fjölmiðlum og rekstur þeirra. Það kemur til dæmis til greina að gera slíka upplýsingagjöf að skilyrði við veitingu útvarpsleyfis en þá þyrfti að uppfæra slíkar upplýsingar reglulega, þannig að þær séu alltaf réttar á hverjum tíma. Við viljum líka láta skoða það hvernig hægt sé að stuðla að sem mestu sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum fjölmiðla en þar gætu t.d. siðareglur um samskipti eigenda og ritstjórnar komin að haldi. Í fjölmörgum ríkjum hefur verið unnið að þróun slíkra reglna sem felast í samningi á milli eiganda og starfsmanna fjölmiðla um ritstjórnarlegt sjálfstæði.

Tillögur ríkisstjórnarinnar?
Í menntamálaráðuneytinu hefur verið um nokkurt skeið starfandi nefnd sem átti að skoða hvort þörf væri á að setja takmarkanir um eignarhald á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Tillagna hennar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, einkum þar sem skilaboð stjórnvalda voru nokkuð skýr þegar nefndin fór af stað í sinni vinnu. Það var kallað á takmarkanir á eignarhaldi og þá einkum horft til þess hversu stóran hlut á fjölmiðlamarkaði Norðurljós hafa nú undir sínum hatti. Nú hafa þær fregnir borist að ekki standi til að setja sérstök lög um takmarkanir á eignarhaldi en frekar verði horft til þess að endurskoða þær heimildir sem eru til staðar í gildandi lögum og ef til vill verði þær efldar. Þetta er nokkuð í takt við það sem Samfylkingin hefur haldið fram og kemur m.a. fram í okkar tillögu sem þegar hefur verið lögð fram á þingi. Það er í sjálfu sér ánægjulegt ef stjórnvöld hafa séð að sér og áttað sig á því hversu miklum vandkvæðum það er bundið að setja óþarfa hömlur á viðkvæman markað. Enda er að mínu mati ekkert sem kallar á það nú að slíkar hömlur séu settar á fjölmiðlana. Samkeppni virkar á þessum markaði, fjölmiðlunin er fjölbreytt og dæmi um misnotkun eru ekki fleiri en áður. Þvert á móti er fjölmiðlaflóran fjölbreyttari en oft áður, að minnsta kosti ef litið er á dagblaðamarkaðinn. Þar hafði Morgunblaðið lengst af langstærstan hluta markaðshlutdeildar en nú hefur annað stertk morgunblað litið dagsins ljós, Fréttablaðið.

Styrkja þarf eftirlit á markaðnum
En til þess að tryggja heilbrigða samkeppni og að eftir leikreglunum sé farið er mikilvægt að eftirliti sé sinnt vel. Við viljum að það verði horft til þess að efla Samkeppnisstofnun þannig að hún fái betur sinnt hlutverki sínu og ef til vill er rétt að fela útvarpsréttarnefnd víðtækara hlutverk en hún nú hefur til þess að fylgjast með því að leikreglum á fjölmiðlamarkaði sé fylgt. Við teljum það vera hlutverk ríkisvaldsins að setja almennar leikreglur og þær eiga ekki að vera meira takmarkandi en nauðsynlegt er. Eftirlitsstofnananna er síðan að sjá til þess að eftir leikreglunum sé falið og þær þurfa að hafa skýrar heimildir til þess að framfylgja hlutverki sínu. Því miður hefur skort á það að samkeppnis- yfirvöld hafi nægilegt fjármagn og skýrar heimildir til að sinna eftirliti sínu með því að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Samfylkingin hefur jafnan lagt á það áherslu að úr þessu sé bætt, ella er hætt við að ekki sé farið að þeim leikreglum sem löggjafinn hefur sett um markaðinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið