Hverfisskólana aftur í Reykjavík?

Skilaboðin úr framhaldsskólakerfinu eru misvísandi og benda til þess að nýja hugsun og nýjar áherslur þurfi við inntöku nemenda í skólana ef ekki eigi að auka á stéttaskiptinguna í kerfinu.

Inntaka nemenda í framhaldsskóla er orðin að hálfgerðum skrípaleik. Þegar fór að skýrast um daginn hvaða nemendur kæmust inn í hvaða skóla kom í ljós að fullt af af fimmtán-sextán ára krökkum höfðu lent í einhverri hringekju og fengið svarið: HAFNAÐ úr fjórum mismunandi áttum, þrátt fyrir að hafa staðið sig fínt í grunnskóla.

Þetta eru ömurleg skilaboð til ungra krakka um að þau séu ekki nógu góð. Flókið og  undarlegt umsóknarkerfi virðist að einhverju leyti sökudólgurinn. Fjölmiðlar fjölluðu ágætlega um málið og í fínni úttekt Moggans var meðal annars talað við skólameistara Flensborgarskólans, muni ég rétt, sem vakti athygli á því að í Flensborg og öðrum Kragakjördæmismenntaskólum sé enn farið eftir gömlu reglunni um hverfisskóla.

Ég sé marga kosti við að taka þá reglu aftur upp í Reykjavíkurskólunum en þó þannig að 50% séu tekin inn úr hverfinu meðan hinn helmingurinn er tekinn inn eftir einkunnum. Þá er ennþá til staðar möguleikinn á að komast inn í sinn óskaskóla og hvati sem myndast til að standa sig vel. Þannig halda skólarnir líka hver sínum karakter sem er svo mikilvægt.

En hverfisskólarnir virka vel sem hluti af nærsamfélagi. Hugmyndin um þá helst vel í hendur við að veita öllum börnum og unglingum menntun á eigin forsendum en ekki með því að búa til elítu sem vill svo til að á auðvelt með nokkur bókleg fög sem samræmd próf eru tekin í. Og kemst þar af leiðandi inn í elítuskóla sem leggja grunn að stéttskiptara samfélagi þar sem áherslan er öll á hefðbundið bóknám. Viljum við það?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið