Hverfi hinna hvítu

Einn af megin útgangspunktum UJ er að allir skulu hafa jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og öðrum félagslegum aðstæðum. Einstaklingar eiga ekki að geta keypt sér betri heilbrigðisþjónustu eða betri aðgang að heilbrigðisþjónustu því þá er jafn aðgangur ekki lengur tryggður. Aftur á móti þarf að skoða hvort það er fýsilegur kostur að nýta samkeppni og aðrar markaðsaðferðir til þess að ná fram hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Til mikils er að vinna þar sem rúmlega fjórðungur fjárlaga ríkisins rennur í heilbrigðismál eða rúmlega 79 milljarðar samkvæmt fjárlögum ársins 2005. Tæpur fjórðungur Oslo og svæðisins í kring eru innflytjendur. Á sumum svæðum í Noregi er talan hærri en ég held að hún sé með því hæsta hér í Oslo og svæðinu í kring. Borgin skiptist í tvennt, austur og vestur. Því lengra vestur sem þú ferð því auðugri eru íbúarnir. Ég bý ekki í Oslo sjálfri heldur í litlum bæ sem heitir Bærum. Bærum liggur við Oslo eins og Kópavogur liggur við Reykjavík og því er erfitt að átta sig á að maður sé kominn út úr borginni og flestir virðast ekki líta svo á, þeir sem búa í Bærum telja sig vera íbúa Oslo. Bærum er frekar sérstakur staður hérna í Noregi og í Oslo þykir það ekki mjög gott að vera íbúi í Bærum. Íbúarnir ert strax stimplaðir fyrir að búa hér. Það vill efnilega svo að Bærum er íbúðarhverfi hinna moldríku.

Ég bý hér ekki vegna minna gríðarlegu auðæfa, heldur vegna þess að ég fann litla íbúð sem ég gat leigt fyrir mjög lága upphæð. Slíkar íbúðir eru ekki margar í Bærum og sérstaklega ekki í þeim hluta Bærum sem ég bý í. Nágrannar mínir eru forstjórar, alþingismenn, poppstjörnur, leikarar og nýrík börn þeirra. Meðaltekjur í Bærum á hvern íbúa eru 1.400.000 kr. hærri á ársgrundvelli en í Oslo og jafnvel enn hærra en landsmeðaltalið sem ekki er lágt hér í Noregi. Íbúar Bærum eru tæplega 140.000 og bærinn er gríðarlega dreifður, enda ekki óeðlilegt, villur taka mikið pláss. Í blöðunum les ég um ríka og snobbaða íbúa Bærum og börnin þeirra sem fljúga með þyrlum á skólaböllin og eyða milljónum í það sem norðmenn kalla „russeferie“ sem er mánaðarfylleri eftir útskrift þar sem krakkar eru keyrðir um Noreg á stórum rútum og drekka eins og svín. Ég hitti aldrei fólkið úr blöðunum, en ég finn fyrir þessum persónum og að mörgu leyti ber hverfið þess merki.

Það sem vekur athygli mína er að á þessu svæði sjáum við ekki fólk sem ekki er hvítt, aðeins um 6% Bærumbúa eru ekki hvítir. Þá sé ég ekki nema sem starfsmenn í verslunum. Ekki í litlum „kaupmaðurinn á horninu“-, dýrum og fínum búðum. Þeir vinna í stórum keðjum og á McDonalds, hjá fyrirtækjum sem hafa það sem stefnu að greiða aðeins lágmarkslaun. Norðmenn hafa tekið öðruvísi á innflytjenda- málum en Danir og Svíar að mörgu leiti. Umburðarlyndi er áberandi og flestir fagna flórunni sem fólk frá öðrum menningarheimum færir borginni. Það má þó augljóslega greina ósýnilega glerveggi sem innflytjendur þurfa að mæta og komast framhjá áður en þau teljast fullgildir meðlimir samfélagsins með sömu tækifæri og aðrir. Verstu hverfi Osló eru hefðbundin innflytjendahverfi, Toyen og Gronland. Ekki nokkur maður vill búa þar, en á sama tíma er það mikil upplifun að fara þangað og Oslóbúar fara þangað til að upplifa aðra menningu. Þegar ég kom hingað fór ég fyrst að leita mér að íbúð í Toyen, hverfið var ódýrt og hentaði því fullkomlega sveltandi kvikmyndagerðar- manni, en svo fór fyrir algjöra tilviljun að ég fann ódýran stað hér í snobbhverfi Oslo, íbúð sem var of lítil fyrir fólk með Bærum efnahag og fólk sem ekki hefur sama efnahag kærir sig ekki um að búa hér. Útlendingurinn sem ekkert skildi í þessari skiptingu spáði ekkert í þessu.

Að mjög mörgu leyti minnir þetta mig ástandið heima, enginn vill vera rasisti og enginn er „rasisti“. En allir hafa skoðun á „þessu fólki“. Við pössum hvað við segjum og notum pólitískt rétt orð, og afsökum okkur þegar við ræðum málefni innflytjenda. Setningar eins og „ég er ekki kynþáttahatari en … “ heyrast víða. Það er hallærislegt að vera kynþáttahatari, og því er betra að forðast að ræða vandann. Ef maður nauðsynlega þarf að ræða málið, setur maður ósýnilega fordóma sína í pólitískt réttar umbúðir.

En aftur að hinum ríku og frægu hér í Oslo. Í Bærum er fólk almennt umburðarlynt, það þykir líka flott, en samt sem áður eru margir hérna ánægðir að ekki skuli búa fleiri „útlendingar“ í hverfinu, það myndi nú lækka fasteignaverðið og auka glæpatíðnina. Samt teljum við okkur ekki vera með fordóma. Þetta er svolitið merkilegur hugsunarháttur. En er það ekki einmitt þessi hugsunarháttur sem veldur lækkunum, er það ekki einmitt þessi hugsunarháttur sem býr til hinar ósýnilegu hindranir sem innflytjendur mæta?

Það er í eðli okkar mannanna að flokka fólk fyrst eftir því augljósa útliti, svo og á framkomu, orðavali, menntun og samfélagstöðu flokkunin hættir aldrei. Það sem er mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessu og reyna að spyrna á móti. Einn partur af því er að ræða málin og reyna að skilja þau.

Vandamálið á Íslandi er einmitt það sama og í Noregi, við höfum nánast náð að eyða augljósum fordómum, en enn eru til staðar ósýnilegar hindranir sem við ræðum ekki á skynsamlegan máta. Í dag er til ný stétt íslendinga, lágstéttin innflytjendur. Það er nauðsynlegt að ræða stöðu innflytjenda þrátt fyrir að við sjáum ekki mörg merki um augljósa fordóma. Ef við gerum það ekki gæti það haft alvarlegar afleiðingar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand