Hver höndin upp á móti annarri í Sjálfstæðisflokknum?

,,Hvernig væri að sjálfstæðismenn í borgarstjórn tækju einfaldlega undir heildstæðar tillögur Samfylkingarinnar um róttæka eflingu sveitarstjórnarstigsins? Með flutningi framhaldsskóla, málefna aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu? Fyrir því höfum við talað lengi.“ Segir Oddný Sturludóttir í grein dagsins. Í menntaráði Reykjavíkurborgar síðastliðinn mánudag lagði meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg tæki yfir rekstur eins framhaldsskóla í tilraunaskyni. Fulltrúar Samfylkingarinnar fögnuðu ákaft enda á stefnuskrá okkar að efla sveitarstjórnarstigið og á vettvangi menntaráðs höfum við lagt fram tillögur um að menntasvið borgarinnar kanni hvernig borgin geti orðið tilraunasveitarfélag um rekstur framhaldsskóla. Grunnskólinn hefur blómstrað í höndum sveitarfélaganna og leikskólarnir eru rósin í hnappagati borgarinnar. Það verður spennandi verkefni að bæta framhaldsskólanum við. Því var undarlegt að heyra menntamálaráðherra lýsa því í fréttum útvarps síðastliðinn þriðjudag að brýnna væri að færa önnur verkefni en framhaldsskólana til sveitarfélaganna. Menntamálaráðherra hljómaði ekki ýkja spennt fyrir tillögu flokkssystkina sinna í menntaráði Reykjavíkurborgar. Menntamálaráðherra telur meira áríðandi að flytja öldrunarmál frá ríki til sveitarfélaga, sem er hið besta mál, en borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar dregið lappirnar varðandi flutning á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, hann telur mest liggja á því að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Hvernig væri að sjálfstæðismenn í borgarstjórn tækju einfaldlega undir heildstæðar tillögur Samfylkingarinnar um róttæka eflingu sveitarstjórnarstigsins? Með flutningi framhaldsskóla, málefna aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu? Fyrir því höfum við talað lengi. Það er ljóst að hver höndin er upp á móti annarri í Sjálfstæðisflokknum þegar kemur að eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. mars sl.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand