Hvatakenningin

Hvati til verka er samkvæmt kenningum nútímans mikilvægasti þáttur þess að skapa verðmæti. Í flestum aðgerðum er það markmið að skapa aðstæður sem hvetja menn í stað þess að letja, vilji menn á annað borð minnsta sóun. En til eru aðstæður þar sem er beinlínis er spilað inn á andstæðu þessarar kenningar þ.e að skapa letjandi aðstæður svo fólk reyni eftir fremsta megni að forðast það umhverfi. Í því tilfelli er leitast við að refsa, hóta eða láta líða skort sé fólk í því umhverfi sem óhagkvæmt er að lifa í. Stundum er það þó þannig að menn misskilja tilgang hvatakerfa eða í það minnsta beita þeim í skrýtnum tilgangi. Hvati til verka er samkvæmt kenningum nútímans mikilvægasti þáttur þess að skapa verðmæti. Í flestum aðgerðum er það markmið að skapa aðstæður sem hvetja menn í stað þess að letja, vilji menn á annað borð minnsta sóun. En til eru aðstæður þar sem er beinlínis er spilað inn á andstæðu þessarar kenningar þ.e að skapa letjandi aðstæður svo fólk reyni eftir fremsta megni að forðast það umhverfi. Í því tilfelli er leitast við að refsa, hóta eða láta líða skort sé fólk í því umhverfi sem óhagkvæmt er að lifa í. Stundum er það þó þannig að menn misskilja tilgang hvatakerfa eða í það minnsta beita þeim í skrýtnum tilgangi.

Atvinnuleysisbætur eru hafðar lágar af góðri ástæðu. Séu bæturnar mjög háar er ástæða til að ætla að sóun á vinnuafli eigi sér stað sökum þess að fólk hefur þá hvata til að lifa af þeim. Örorkubætur er hins vegar bætur þess eðlis að einstaklingar sem njóta þeirra hafa ekki val um neitt annað. Með öðrum orðum þá er ekki hægt að hægt að hvetja einstakling til að vera ekki öryrki með því að lækka bætur. Sama gildir um bætur til foreldra langveikra barna. Foreldrar í þeirri aðstöðu hafa ekki val heldur munu þeir vera hjá börnum sínum í veikindum sama hvað ríkið telur hæfilegan tíma til fyrir þá að vera með börnum sínum í veikindum eða 13 daga. Veikindi eru einfaldlega ekki háð hagfræðilegum rökum.

Námsmenn eru einnig gott dæmi um fólk sem er í kerfi sem er ákaflega letjandi þó aukin menntun landsmanna sé afar hagkvæm. Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna námslán eru miðuð við letjandi atvinnuleysisbætur þegar umhverfið er þess eðlis að það ætti að vera hvetjandi. Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnumarkaði er nú þegar of lágt og því afar skrýtið ekki skuli vera lögð ríkari áhersla á að skapa hvetjandi umhverfi fyrir nám á Íslandi.

Ákvarðanir er lúta að ofangreindu er allt pólítískar ákvarðanir byggðar á vilja þeirra sem komu að þeim. Ekkert lögmál í hagfræði talar um að hagkvæmt sé að letja fólk til náms eða vitjunar veikra barna sinna. Ástæðan fyrir þessu er að öllum líkindum sú staðreynd að litið er á þessa hluti sem hreinan kostnað. Tilhneiging er til þess að horfa einungis á mælanlegar staðreyndir í þessum efnum og þá er hætta á því að menn líti á það sem svo að þetta séu hreinir kostnaðarliðir sem engu skila til baka. Samt hefur verið sýnt fram á það marg oft að hagvöxtur landa með hátt hlutfall háskólamenntaðra er hærri en þeirra landa sem hafa lágt hlutfall, séu augljósir áhrifaþættir teknir út. Þó ekki sé hægt að segja að verið sé beinlínis að drepa menntahvata á Íslandi þá er allavega ekki verið að hlúa að honum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand