Björgum hinu íslenzka reðasafni

Ég hef ekki mikið vit á listum og menningu. Ég verð að viðurkenna að mig hálf óar fyrir því ef virkni mín í stjórnmálastarfi muni leiða til þess að ég þurfi að taka þátt í að deila út opinberu fé til menningarmála. Líklega er ofneyslu minni á s.k. lágmenningu um að kenna en ég átta mig oftar en ekki á því hvaða rök liggja að baki hinum ýmsu stóru styrkveitingum innan þessa málaflokks. Hvernig er fyllstu sanngirni gætt? Eru þetta ekki allt bara einhverjir dyntir og prívat-skoðanir sem ráða för? Ég hef ekki mikið vit á listum og menningu. Ég verð að viðurkenna að mig hálf óar fyrir því ef virkni mín í stjórnmálastarfi muni leiða til þess að ég þurfi að taka þátt í að deila út opinberu fé til menningarmála. Líklega er ofneyslu minni á s.k. lágmenningu um að kenna en ég átta mig oftar en ekki á því hver lógíkkin er á bakvið það hvernig styrktarfé er útdeilt. Hvernig er fyllstu sanngirni gætt? Eru þetta ekki allt bara einhverjir dyntir og prívat-skoðanir sem ráða för?

Mér hefur fundist mikið af þeirri list sem ég hef séð mjög fín. Oft á tíðum hefur hún vakið mig til umhugsunar. Reyndar hefur eina hugsun mín stundum verið: ,,Hver kaupir svona drasl? ”. En þá hef ég örugglega bara ekki skilið viðkomandi listaverk.

Það var því mér til nokkurrar furðu þegar ég uppgvötaði
að ég hef mjög sterka skoðun á nýlegu álitamáli hvað varðar menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Þ.e.a.s. hvort styrkja beri Hið íslenzka reðasafn að Laugavegi 24.

Reðasafnið er einstætt
Hið íslenzka reðasafn hefur á þeim skamma tíma sem það hefur starfað fengið meiri umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en nokkuð annað íslenskt safn. Þau eru alltént ekki mörg söfnin sem lagt hafa undir sig heilsíðu í TIME eða sem heimsótt hafa verið af vinsælustu sjónavarpsþáttum Bretlandseyja.

5300 gestir heimsóttu safnið í fyrra. Þar af voru 4200 útlendir ferðamenn. Það er reyndar forvitnilegt að um 60% gesta reða- safnsins eru konur. Frekari vitna þarf varla við. Hér er ekki um eitthvert ósmekklegt eða klúrt fyrirbæri að ræða heldur þvert á móti merkilega miðstöð aldagamalla fræða.

Sigurður Hjartarsson, stofnandi og safnstjóri reðasafnins hefur nú auglýst það til sölu og það kom fram í símtali sem ég átti við hann í gærkvöld að hann hyggst halda til Lundúna á morgun í leit að kaupendum. Ekki veit ég upp á hár hvað þeim Sigurði og fulltrúum borgarinnar hefur farið á milli en hann heldur því fram að hann hafi leitað allra leiða til að safnið gæti áfram verið varðveitt hér á landi. M.a. segist hann hafa boðist til að færa borginni reðasafnið að gjöf.

Ólíkar skoðanir á mikilvægi
Reyndar er þetta mál ekki með öllu ólíkt því fyrir nokkrum árum
þegar að fjármál eins okkar slyngasta skipasmiðs voru í nokkrum ólestri að sögn vegna eftirlíkingar af víkingaskipi sem hann smíðaði
að eigin frumkvæði og nefndi “Íslending”. Skipasmiðurinn
hneykslaðist mikið á því að enginn skyldi vilja kaupa skipið. Ég hneykslaðist hins vegar á skipasmiðnum að krefja okkur um milljón dollara fyrir skip sem enginn hafði pantað. En þrátt fyrir að ég þurfi
að beita leikni Ragnars Reykáss til að réttlæta þveröfuga skoðun mína þegar kemur að þessu einstæða safni reða þá verður að hafa það. Það er bjargföst trú mín að sala Hins íslenzka reðasafns úr landi væri hrikalegt menningarslys.

Fyrir gallharða frjálshyggjumenn sem spyrja hvort ekki væri nær að safnið stæði undir sér sjálft eða að einhver fjársterkur einstaklingur keypti það frekar en að notað sé takmarkað fé borgarbúa má benda
á nærtækt dæmi. Hinum megin við götuna, að Laugavegi 27 þar sem áður var Levi’s búðin, hefur nýlega verið opnað alþjóðlegt samtímalistasafn. Ekki skorti vilja né fé í því verkefni en upphafleg fjárveiting Reykjavíkurborgar til safnsins nam 20 milljónum króna
skv. fundargerð borgarráðs. Þarf hámenning meiri fé en önnur menning? Er það kannski í öfugu hlutfalli við vinsældir hennar meðal almennings?

Must see: Blue lagoon and the penis museum
Hver hefði trúað því í upphafi að Lego-land ætti eftir að draga milljónir ferðamanna til Danmerkur? Að Sex-museum í Amsterdam ætti eftir að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Hollandi? Gæti reðasafnið ekki einmitt verið einn af þeim hlutum sem kæmi Íslandi á kortið hjá vaxandi fjölda ferðamanna í heiminum? ,,Ripley’s – believe it or not ” er keðja amerískra safna sem nú hefur opnað útibú víða um heim og milljónir manna borga sig inn á þau til að sjá ýmis furðuverk náttúrunnar s.s. eins og tvíhöfða lamb og kýr með fimm fætur. Mér þykir ekki þurfa mikla framsýni til að sjá að reðasafnið gæti hæglega orðið jafn þekkt og þessi frægu söfn.

Geirfugl okkar daga
Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða afstöðu sína til beiðnar Sigurðar um aðstoð við að halda starfi hans áfram nú þegar hann er á leið á eftirlaun. Tryggja þarf að safnið haldist áfram í eigu Íslendinga.
Hin íslenska þjóð hefur jafnan þjappað sér saman þegar um raunveruleg menningarverðmæti hefur verið að tefla og einna frægust er líklega landssöfnunin sem efnt var til í þeim tilgangi að kaupa uppstoppaðan Geirfugl. Sannarlega mikið þjóðþrifamál á þeim tíma.

Forðum hinu íslenzka reðasafni frá því að rykfalla meðal enskra lávarða. Tryggjum að það verði áfram varðveitt á Íslandi. Það er menningarstefna sem vit er í.

Nánari upplýsingar um safnið:
Hið Íslenzka Reðasafn telur nú ríflega 150 reði og reðurhluta af
nálega öllum land- og sjávarspendýrum hinnar íslensku fánu. Í safninu eru 38 eintök af 15 tegundum hvala, 1 eintak af bjarndýri, 19 eintök af 7 tegundum sela og rostunga og 93 eintök af 19 tegundum landspendýra, eða alls 151 eintak af 42 dýrategundum. Við þetta bætist loforð fyrir eintaki af tegundinni Homo Sapiens og er vottfest gjafabréf því til staðfestingar. Auk hins vísindalega þáttar hefur safnið að geyma um eitt hundrað listgripa og nytjahluta er tengjast viðfangsefnum safnsins.

Hið íslenzka reðasafn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand