Texas über alles…

Síðustu tvö árin í alþjóðastjórnmálum hafa verið líkari kúrekamynd en þeim raunveruleika sem við óskum okkur við upphaf 21. aldarinnar. Bandaríkin hafa í blindri reiði vegna árásanna á New York og Washington pissað utan í hvern þann staur sem staðið hefur í vegi fyrir hefnd þeirra. Þessi blinda reiði gerði meðal annars lítið úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin ákváðu að valsa inn í Írak að hætti Texasmanna. Þessi blindni sem risinn æðir um í til að ,,finna” sökudólginn hefur orðið til þess að Bandaríkin hafa komið sér í óskemmtilega stöðu í sínum utanríkismálum. Jarðarbúar búa í dag við þær aðstæður að aðeins eitt ríki í heiminum hefur burði til að kallast stórveldi. Bandaríkin hafa alla möguleika til að vera öflugir málsvarar frelsis réttlætis og jöfnuðar í heiminum, en velja sér þann veruleika að skipta sér einungis að þegar það hentar þeim.

Cowboys and indians
Síðustu tvö árin í alþjóðastjórnmálum hafa verið líkari kúrekamynd en þeim raunveruleika sem við óskum okkur við upphaf 21. aldarinnar. Bandaríkin hafa í blindri reiði vegna árásanna á New York og Washington pissað utan í hvern þann staur sem staðið hefur í vegi fyrir hefnd þeirra. Þessi blinda reiði gerði meðal annars lítið úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin ákváðu að valsa inn í Írak að hætti Texasmanna. Þessi blindni sem risinn æðir um í til að ,,finna” sökudólginn hefur orðið til þess að Bandaríkin hafa komið sér í óskemmtilega stöðu í sínum utanríkismálum.

Þeir hafa komist upp á kant við stórar bandalagsþjóðir í Evrópu, þ.e. Frakka og Þjóðverja. Þeir hafa virt að engu vilja Sameinuðu þjóðanna þegar það hefur hentað þeim. Þeir halda án dóms eða laga fjölda fanga í flotastöð einni á Kúbu, sem er aftur brot á meðferð stríðsfanga þar sem því stríði sem þessir menn háðu er lokið í Afganistan. En Bush þykist hafa lausn á þessu, hann viðurkennir ekki að þessir fangar hafi verið hermenn óvinar og þar með eigi Genfarsáttmálinn ekki við. En hvað er þá hægt að kalla veru fanganna í Guantanamo? Mannrán?

Eins hefur sú ákvörðun forsetans að viðurkenna ekki Alþjóða stríðsglæpadómstólinn orðið til þess að gera lítið úr framtaki Sameinuðu þjóðanna til þess að koma lögum yfir meinta stríðsglæframenn. Ástæða forsetans er einföld hann vill hafa frjálsar hendur fyrir framgöngu hermanna sinna þar og þegar hann telur henta. Þá hefur gauragangur Bandaríkjanna í kringum leitinna af al Quada á sama tíma og Bandaríkin halda hlífsskildi yfir ríkisreknum hryðjuverkum Ísreala einungis verið til þess að efla stöðu öfgahópa innan íslams og þar með virkað sem hvattning til róttækra múslima til þess að taka afstöðu gegn trúlausa risanum.

Vissulega er það af hinu góða þegar stór ríki leggja sitt af mörkum til þess að gera heiminn betri en þá er sjálfsagt að stórir sem smáir beygi sig undir vilja fjöldans og fari að alþjóðalögum. Þessi mynd sem ég dreg hér upp af Bandaríkjunum er ekki falleg hún er því miður sannleikur sem blasir við okkur eftir tæplega þriggja ára setu Georg W. Bush í Hvíta Húsinu.

Hvernig er amerískt frelsi?
Þá er athyglisvert að líta inn fyrir landamæri Bandaríkjanna, því og á sama tíma og Bush kemur á amerísku ,,réttlæti” í heiminum hefur heimalandið hans tekið að rotna innan frá. Fátækt lágstéttanna, atvinnuleysi, offita, ójafn aðgangur að heilsugæslu og menntun, ofbeldisglæpir, hömlulaus fjölgun fanga, gríðarleg skuldasöfnun hins opinbera, mengun, óeðlileg tengls einkageirans og ráðamanna.

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað…
Fyrr á árum þegar bágborið ástand var á Íslandi, verðbólga var mikil, vöruframboð fábreytilegt o.s.frv. þá brugðu ráðamenn á það ráð að telja Landanum það í trú að ástandið væri í raun verra erlendis en hér heima. Það virtist virka því Íslendingar eru með eindæmum stolt og sjálfsánægð þjóð, þó það megi kannski deila um það hvort það sé innistaða fyrir rembingnum. Svipað virðist upp á teningnum í Bandaríkjunum í dag því landið hefur fyrir alllöngu siglt inn í dimma tíma þrenginga, samt eru kanar algjörlega blindir á þann veruleika sem þeir lifa við, fjölmiðlar dæla í þá fréttum sem skipta ekki máli á meðan ástandið fær að versna án þess að neinn veiti því athygli. Hinn almenni borgari er orðinn svo háður mötun að hann er ófær um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á stórmálum, segja má að steininn hafi tekið endanlega úr þegar enginn hreyfði við almennilegum mótmælum þegar núverandi forseti komst til valda með víðtækasta kosningasvindli sem framið hefur verið í Vesturlöndum eftir seinna stríð.

Sjálfskipuð einangrun
Það er ekki hægur leikur fyrir umheiminn að koma vitinu fyrir Bandaríkin, því þrátt fyrir frelsi íbúanna þá er landið að mestu lokað fyrir erlendum viðhorfum, svo lokað að það minnir einna helst á vafasöm ríki eins og Norður-Kóreu. Munurinn er hinsvegar sá að í Bandaríkjunum velja einstaklingarnir sjálfir að vera einangraðir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand