Hvar er Heimdallur?

Hvar er Heimdallur?

Það hefur frekar lítið farið fyrir Heimdalli í kosningabaráttunni í borginni. Eins og energían er nú oft mikill þegar þeir berjast blóðugir upp fyrir hné við hvorn annan í Heimdallarkosningum, þá virðast stuttbuxnadrengirnir telja sig hafa minna fram að færa í kosningum sem skipta einhverju máli.

Hvar er Frelsi.is?

Þessi „hressi” vefmiðill er af einhverjum undarlegum ástæðum horfinn af veraldarvefnum. Hann hvarf í skjóli nætur og með honum allar greinarnar með standard-röflinu um að fjárframlög frá hinu opinbera til menntamála eigi ekki rétt á sér. Þegar slegið er upp léninu frelsi.is þá fær maður hins vegar upp einhverja þá þunnustu kosningasíðu sem um getur. Svo þunn að hún er nefnd með einungis einum einasta bókstaf; D.is.

Hvar er Skuldaklukkan?

Sús-arar og Sjallar hafa skellt skuldaklukkunni sinni frægu víða upp í gegnum árin – en fyrir mjög svo stuttu síðan var hún engu að síður tekin niður á heimasíðunni betriborg.is. Augljóst merki þess að skuldamál borgarinnar séu komin í lag hlýtur að vera. Guðlaugur Þór hlýtur að vera feginn. Eins og Sjallar hafa nú nennt að tuða yfir þessu undanfarin ár og í seinustu kosningabaráttum – þeir vita kannski loksins hvað klukkan slær.

Hvar er Skuldahalinn?

Sveittasti félaginn í Heimdalli er eflaust Skuldahalinn, en hann er nú líka týndur og tröllum gefinn. Það hefur óvenju lítið farið fyrir frjálshyggjuplebbum í græna brúðubúningnum eltandi frambjóðendur okkar í vor. Þeir hafa kannski fengið sér eitthvað uppbyggilegra að starfa. Þar hefur framboð og eftirspurn hugsanlega spilað einhverja rullu.

Já… þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Bolli og þið hin: Hvar er Heimdallur?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand