Fjársveltisstefna í ríkisrekna menntakerfinu

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir það ekki vera spurning um það hvort að leyfa eigi skólagjöld við ríkisreknu háskólana heldur hvort að við ætlum að svelta skóla þannig að þeir neyðist til að biðja um heimild til gjaldtöku. Reglulega blossar upp umræða um skólagjöld við ríkisrekna háskóla. Það er brýnt að hafa í huga að umræðan um auknar heimildir til gjaldtöku stafar fyrst og fremst af því að háskólarnir hafa alltof lengi búið við mjög erfið starfsskilyrði. Mér finnst þetta því ekki vera spurning um það hvort leyfa eigi slíka gjaldtöku, heldur hvort við ætlum að svelta háskólana svo mjög að þeir biðji um heimild til gjaldtöku.

Þegar útlit til menntamála eru skoðuð er mikilvægt að gera greinarmun á þeim útgjöldum sem ríkisvaldið ver í málaflokkinn annars vegar og hins vegar þeim útgjöldum sem sveitarfélögin verja í hann. Sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, standa sig miklu betur en ríkisvaldið og er Ísland á toppnum hvað varðar það. Undanfarinn áratug hafa jafnaðarmenn stjórnað þeim sveitarfélögum sem reka flesta grunnskóla landsins, sérstaklega í gegnum Reykjavík og Hafnarfjörð.

Ríkisrekna menntakerfi vs. menntakerfi sveitarfélaganna
En þegar er litið til hins ríkisrekna menntakerfis, þ.e. háskólana og framhaldsskólana, þá snýst dæmið við. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD ver Ísland talsvert lægri fjárhæðum í háskóla en okkar helstu samanburðarjóðir. Sé litið til hinna Norðurlandanna erum við mun neðar á listanum en þau þegar kemur að útgjöldum til í háskóla. Sú aukning á fjárframlögum til Háskóla Íslands sem hefur orðið undanfarin misseri mætir ekki einu sinni þeirri nemendafjölgun sem hefur átt sér stað á sama tíma. Svipaða sögu er að segja frá framhaldsskólunum en í þá verjum við einnig talsvert minna fjármagni en nágrannaþjóðir okkar.

Íslendingar minna menntaðir en aðrar þjóðir
Mun lægra hlutfall sérhvers árgangs hér á landi lýkur framhalds- og háskólaprófi en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Menntunarstig íslensku þjóðarinnar er því lægra en margur heldur og er talsvert lægra en hjá flestum öðrum Vestur-Evrópuþjóðum. Þetta er árangur stefnu Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Þetta mun koma okkur í koll þar sem menntun er lykilatriði framtíðar innan alþjóðasamfélagsins.

Nemendum vísað frá vegna fjárskorts
Í fyrsta skipti í sögunni neyðast framhaldsskólar og háskólar til að vísa fólki frá vegna fjárskorts. Nú í sumar var 2.500 umsóknum í háskólana vísað frá vegna fjársveltisstefnu ríkisstjórnarinnar og hundruð framhaldsskólanemenda fá ekki pláss í þeim skólum sem þeir sóttust eftir.

Þessi ríkisstjórn hefur lítinn metnað í menntamálum enda eru helstu baráttumál hennar í þessum málaflokki skólagjöld í háskólum, samræmd stúdentspróf og skerðing á stúdentsprófi sem sýnir miðstýringu og hugsunarleysi.

Menntun almennings kemur öllum til góða og því ber hinu opinbera að reka háskóla með myndarlegum hætti. Við eigum að draga úr fórnarkostnaði menntunar í stað þess að auka hann eins og ríkisstjórnin stefnir að. Það er stefna Samfylkingarinnar. Samfylkingin mun forgangsraða í þágu menntunar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand