Hvað er svona merkilegt við 25. apríl?

johanna

Samfylkingin er hreyfing fólks sem berst fyrir jafnrétti, frjálsu og fjölbreyttu atvinnulífi, traustri velferð og félagslegu réttlæti. Þessi stefna hefur tryggt hinum Norðurlöndunum efstu sætin á öllum listum yfir þau lönd sem best þykir að búa í.

medium_johanna_sigurdardottir_vef_2003488892

Laugardagurinn 25. apríl er einn af stóru dögunum í lífi þínu. Þá getur þú nýtt þér kosningaréttinn. Þessi réttur er mikilvægur því hann gefur þér vald til að hafa áhrif á framtíðina. Þitt atkvæði skiptir jafn miklu máli og allra annarra.

Samfylkingin er hreyfing fólks sem berst fyrir jafnrétti, frjálsu og fjölbreyttu atvinnulífi, traustri velferð og félagslegu réttlæti. Þessi stefna hefur tryggt hinum Norðurlöndunum efstu sætin á öllum listum yfir þau lönd sem best þykir að búa í.

Samfylkingin vill að Ísland sé opið samfélag í góðum tengslum við umheiminn. Við erum eini flokkurinn sem vill semja um aðild að Evrópusambandinu og leggja samninginn í dóm þjóðarinnar. Aðild mun opna nýja og fjölbreytta möguleika fyrir ungt fólk, til dæmis í menntun og vinnu í útlöndum. Hún mun líka fjölga spennandi atvinnutækifærum hér heima fyrir ungt fólk og auðvelda því að eignast íbúð vegna þess að vextir munu lækka mjög mikið.

Ég hvet þig til að kynna þér málefnin okkar nánar á xs.is eða á vef ungs Samfylkingarfólks, politik.is. Mundu að kjósa á laugardaginn. Notaðu atkvæði þitt til að styðja þá framtíðarsýn sem þér líst best á fyrir Ísland.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand