Evran eða landflótti ungs fólks

euro2

Leiðari Í dag verður ungt fólk að kjósa með nýrri hugsun. Það verður að gera sitt til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar upplýstrar umræðu. Þess vegna kýs það Samfylkinguna.

euro2

Leiðari Ungt fólk er hreyfiafl í samfélaginu, boðberar breytinga. Þess vegna skiptir miklu máli að ungt fólk kjósi í dag. Framundan er endurreisn íslensks samfélags. Í dag er „kreppa“ með tilheyrandi atvinnu- og tekjumissi en í henni felst ekki eintómt svartnætti því nú er rúm fyrir breytingar. Við getum byggt upp nýtt samfélag á nýjum gildum. Þar leika jöfn tækifæri og upplýst lýðræðisleg umræða aðalhlutverk.  Við getum hafnað þeirri sérhagsmunastefnu sem lengi hefur viðgengist á Íslandi. Svörtustu blettir hennar eru innleiðing kvótakerfisins, framkvæmd einkavæðingar bankanna og gjaldþrota peningastefna.

Fyrsta skrefið í endurreisninni er að varða leiðina út úr þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem Ísland er í. Þar er fyrsti kostur augljóslega upptaka evru með stuðningi frá Evrópska seðlabankanum. Til þess þurfum við að ganga í Evrópusambandið. Enginn önnur trúverðug stefna í peningamálum hefur komið fram. Það er ósannfærandi að segjast skapa ný störf án nýs gjaldmiðils. Aðrir stjórnmálaflokkar en Samfylkingin bjóða upp á ónýta íslenska krónu.

Vegna mikils falls krónunnar bjóðast mun betri laun í Evrópu heldur en fyrir sambærileg störf á Íslandi. Vegna mikilla óvissu um raunverulegt gengi íslensku krónunnar fá íslensk fyrirtæki ekki fjármagn erlendis frá, hvort sem það er í formi lána eða fjárfestinga. Verðtrygging og háir vextir, fylgifiskar krónunnar, eru að sliga fyrirtæki og heimili. Vegna alls þessa eru fyrirtæki að boða brottflutning úr landi og ungt fólk hópast af klakanum. Ef þróunin verður öll í þessa átt að unga fólkið og fyrirtækin flýja land þá fara sterkustu stoðirnar undan endurreisninni.

Í kosningum í ár er kosið um hvernig við viljum hefja endurreisnina. Hvort við viljum fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og setja samninginn í dóm þjóðarinnar.  Í dag verður ungt fólk að kjósa með nýrri hugsun. Það verður að gera sitt til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar upplýstrar umræðu. Þess vegna kýs það Samfylkinguna.

Höfundar eru formaður og varaformaður Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar.
Anna Pála Sverrisdóttir og Ásgeir Runólfsson

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand