Framtíðin hefst á morgun

2803johannaogdagur

Við fáum tækifæri til að tryggja íslenskum heimilum og fyrirtækjum efnahagslegar aðstæður eins og þær gerast bestar í Evrópu með aðildarviðræðum við ESB og upptökum Evru og forða Íslandi þannig frá einangrun og afturför í efnahagslegu tilliti.

2803johannaogdagur

Nú er komið að lokaspretti kosningabaráttunnar því á morgun verður kosið til alþingis. Síðustu tveimur árum hefur Samfylkingin verið að réttlæta þann ójöfnuð sem varð til við 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins en betur má ef duga skal. Samfylkingin lagði áherslu á velferðamál og í þeim málaflokki komum við ýmsu til skila t.d. í málefnum barna, lífeyrisþega og fatlaðra, sem og viðsnúningur ríkisins í húsnæðismálum, skattamálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, lýðræðismálum og stórhækkaðar barna- og vaxtabætur segja í raun allt sem segja þarf um mikilvægi þess að Samfylkingin sé við stjórnvölin. Á tveimur árum hefur okkur tekist að sýna svart á hvítu að það skiptir máli hverjir stjórna í þessum efnum.

Það liggur á að endurreisa samfélagið næstu árin og byggja upp samfélag jöfnuðar og réttlætis. Við fáum tækifæri til að tryggja íslenskum heimilum og fyrirtækjum efnahagslegar aðstæður eins og þær gerast bestar í Evrópu með aðildarviðræðum við ESB og upptökum Evru og forða Íslandi þannig frá einangrun og afturför í efnahagslegu tilliti.

Hvernig samfélag vilt þú?
Ég vil jöfnuð og félagshyggju, þar sem öllum er gert jafnhátt undir höfði og hver einstaklingur fái að njóta sín, óháð stjórnmálaskoðun og/eða ættartengslum. Þannig vil ég skila landinu okkar áfram til nýrra kynslóða. Þá held ég að þau eigi möguleika eftir hrun Íslands, sem varð í boði Sjálfstæðisflokksins

Núna degi fyrir kosningar eru margir óákveðnir en við þurfum bara að setjast niður og sjá fyrir okkur hvernig framtíð við viljum.

Ég setti upp einfalda upptalningu um mitt drauma samfélag og hvað liggur til grundvallar í mínu atkvæði á morgun:
•    Ég vil samfélag þar sem allir frá jöfn tækifæri
•    Ég vil samfélagi þar sem ég borga ekki himinháa vexti bara svo ég geti haft íslenska krónu
•    Ég vil búa í landi þar sem heilbrigðisþjónustan er fyrir alla
•    Ég vil fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið
•    Ég vil samfélag þar sem allir geta menntað sig óháð stétt, stöðu, stað, getu eða áhugasviði
•    Ég vil samfélag þar sem ég þarf ekki að hamstra gjaldeyri áður en ég fer til útlanda
•    Ég vil búa í landi þar sem við horfum til framtíðar í nýtingu auðlina ekki bara til næstu tveggja ára
•    Ég vil Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar
•    Ég vil sanngjörn óverðtryggð húsnæðislán á eðlilegum kjörum
•    Ég vil grænt hagkerfi og sjálfbært orkusamfélag
•    Ég vil jafnara og réttlátara Ísland
•    Ég vil búa í landi þar sem efling hugvits og  fjölbreytt græn atvinnustefna er staðreynd
•    Ég vil samfélag jafnaðarmanna

Á morgun kýs ég Samfylkinguna
Láttu ekki  þitt eftir liggja
Ísland í ESB = X við S
Velferðarsamfélag = X við S

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand