Hvað er að?

Ég skil hreinlega ekki af hverju þjóðfélagið er ekki orðið brjálað, gengið af göflunum? Af hverju er fólk ekki fyrir utan allar bæjarskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu með kröfuspjöld? Er hægt að líða þetta ástand miklu lengur? Ég skil hreinlega ekki af hverju þjóðfélagið er ekki orðið brjálað, gengið af göflunum? Af hverju er fólk ekki fyrir utan allar bæjarskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu með kröfuspjöld? Er hægt að líða þetta ástand miklu lengur?

Um hvað ræðir?
Málefni ófaglærðra leiðbeinenda á leikskólum virðist ekki mjög fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni um þessar mundir þrátt fyrir að laun þeirra sem passa börnin okkar séu skammarlega lág og atgervisflótti frá þessum störfum gríðarlegur. Raskið sem fjölskyldur verða fyrir er verulegt. Foreldrar þurfa að taka sér frí frá vinnu með tilheyrandi launamissi. Og reynt er að brúa daginn með því að senda börnin milli ættingja og vina. Börnin verða fyrir mesta raskinu, þeirra daglega tilvist og sjálfsöryggi bíður hnekki.

Svona er ástandið víða á höfuðborgarsvæðinu, þó þekki ég það hvað best í mínu sveitarfélagi, Kópavogi. Hér hafa ófaglærðir leiðbeinendur á leikskólum nýlega fellt samning við launanefnd sveitarfélaga og erfitt að sjá fyrir lyktir þeirra mála.

Klárum við daginn?
Á meðan reynir það starfsfólk sem eftir er á leikskólunum að halda úti eðlilegri starfsemi. Þó er það svo að margir leikskólastjórar hefja hvern dag á að telja börnin sem koma, síðan starfsfólkið og fara síðan í að reikna út hvort það sé mannafli til að klára daginn. Ef ekki setur leikskólastjórinn sig í samband við foreldra og biður þá að sækja börnin, með þeim rökum að það sé einfaldlega ekki mannafli til að sinna þeirri þjónustu sem leikskólanum ber samkvæmt lögum og foreldrar hafa greitt fyrir.

Það er með öllu ólíðandi að þetta neyðarástand skapist hér á hverju hausti. Sinnuleysi bæjaryfirvalda í Kópavogi er algert á meðan nágrannasveitarfélög grípa í haustplástrapakkann. Með því á ég við þá lensku að redda málunum fyrir horn í þetta sinn og glíma svo aftur við þau að ári með sömu plástraaðgerðum, ergo eingreiðslur og álagsgreiðslur.

Sveitarstjórnarmaður ársins
Er ekki tími til kominn að leysa þessi málefni til frambúðar. Er hægt að bjóða fjölskyldum í landinu upp á þetta ástand miklu lengur?

Við heyrum fregnir af fólki sem flykkist af leikskólunum, jafnvel í önnur störf hjá sveitarfélaginu. Mér er í fersku minni pólskur innflytjandi sem gafst upp á því að vinna á leikskóla, launin voru svo lág. Hann fór að grafa skurði og vinna í skólpi fyrir sama sveitarfélag á helmingi hærri launum. Hann sagðist sakna vinnunnar á leikskólanum en hann gæti einfaldlega ekki lifað af þeim.

Sveitarstjórnarmaður ársins er sá aðili sem viðurkennir að laun þessarar starfsstéttar eru fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi í velferðarríkinu Íslandi.

__________________
greinin birtist áður í Morgunblaðinu, 23. október 2005.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand