Hvað er að gerast í Írak?

Allt frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak með stuðning herveldisins Íslands á bak við sig þann 20. mars 2003 hefur Írak umturnast í ríki sem er á barmi borgarastyrjaldar, ef sú borgarastyrjöld er þá ekki löngu hafin. Margir hafa bundið vonir við kosningarnar í Írak 30. janúar muni verða eins konar skyndilausn og lýðræðiskennsla í senn. Hvað sem slíkum hugarórum líður þá ætla ég að tileinka þessa grein mína uppsprettu deilna innanlands í Írak og stikla á stóru í sögu þessa lands sem allir vilja tjá sig um, en fáir virðast vita nokkurn skapaðan hlut um. Sést það best á orðum Davíðs Oddsonar, sem ýmist gegnir starfi forsætis eða utanríkisráðherra, þegar hann lét það út úr sér að friður væri á yfirgnæfandi fjölda “svæða” í Írak, en einungis væri ófriður á örfáum “svæðum”. Enn þann dag í dag skilur enginn hvaða svæði ráðherrann var að tjá sig um því samtímis var allt í ljósum logum í Írak, þar á meðal í helstu borgum landsins. Allt frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak með stuðning herveldisins Íslands á bak við sig þann 20. mars 2003 hefur Írak umturnast í ríki sem er á barmi borgarastyrjaldar, ef sú borgarastyrjöld er þá ekki löngu hafin. Margir hafa bundið vonir við kosningarnar í Írak 30. janúar muni verða eins konar skyndilausn og lýðræðiskennsla í senn. Hvað sem slíkum hugarórum líður þá ætla ég að tileinka þessa grein mína uppsprettu deilna innanlands í Írak og stikla á stóru í sögu þessa lands sem allir vilja tjá sig um, en fáir virðast vita nokkurn skapaðan hlut um. Sést það best á orðum Davíðs Oddsonar, sem ýmist gegnir starfi forsætis eða utanríkisráðherra, þegar hann lét það út úr sér að friður væri á yfirgnæfandi fjölda “svæða” í Írak, en einungis væri ófriður á örfáum “svæðum”. Enn þann dag í dag skilur enginn hvaða svæði ráðherrann var að tjá sig um því samtímis var allt í ljósum logum í Írak, þar á meðal í helstu borgum landsins.

Saga Íraks og uppruni trúardeilna
Írak var stofnað í núverandi mynd árið 1920 í kjölfar fyrri heimstyrjaldar, en Bretar höfðu hersetið landið í fyrri heimstyrjöld. Í upphafi var Írak konungsveldi, varð síðan að lýðveldi árið 1958 og varð loks að einræðisríki undir stjórn eins flokks árið 1968. Í Írak eru 95% þeirra 25.000.000 sem þar búa múslimar. 60-65% múslima eru Shita múslimar og hin 35-40% eru Sunni múslimar. Þetta eru tvö stærstu þjóðarbrotin í Írak, en Sunni múslimar skiptast í Araba og Kúrda. Þannig er í raun um þrjá þjóðfélagshópa að ræða; Shita múslima sem búa mest megnis í mið og suður Írak, en Sunni múslimar búa í norðurhluta landsins. Shita múslimar skiptast í Araba og Kúrda, en Kúrdar búa í nyrsta hluta Íraks. Þannig er skiptingin á milli þjóðarbrota ekki einungis trúarleg heldur einnig eftir búsetu þó svo að einhverjir Sunni múslimar búi að sjálfsögðu á svæði Shita múslima og öfugt.

Þær deilur og þau vopnuðu átök sem eiga sér stað á milli Shita og Sunni múslima í Írak, eru allt annað en nýjar af nálinni. Deilur þeirra eiga rætur sínar að rekja allt til ársins 632 þegar spámaðurinn Múhammeð lést og lét eftir sig dóttur, Fatima, sem ekki gat fetað í spor föður síns vegna kynferðis. Shita múslimar töldu að tengdasonur Múhammeðs, Ali ibn Abi Talib, ætti að taka við af spámanninum Múhammeð á meðan andstæðingar þeirra Sunni múslimar töldu að kjósa ætti nýjan spámann úr ætt Múhammeðs. Með þessu er talið að upp hafi hafist deila sem staðið hefur yfir í tæp 1300 ár og skilið eftir sig blóðug spor í sögu múslima á svæðinu.

Frá 1979 til 2003 réði Saddam Hussein lögum og lofum í Írak sem einræðisherra landsins. Á því tímabili fóru Sunni múslimar með völdin í ríkisstjórn hans á meðan Shita múslimar fengu lítið um málin að segja og Kúrdum var haldið algjörlega frá völdum og kúgaðir af einræði Saddams í 24 ár. Þannig hafa Sunni múslimar farið með völd í landinu síðustu áratugina á meðan Shita múslimar og þá sérstaklega Kúrdar hafa þurft að lúta kúgun meirihlutans.

Ástandið í Írak í dag
Tilburðir Bandaríkjamanna í Írak eru í hæsta lagi hallærislegir og sýna svo ekki verður um villst að þekking þeirra á menningu og sögu Íraks er lítil sem engin. Bandarísk yfirvöld á svæðinu hafa takmarkað völd Sunni múslima, sem áður fóru með völd á tímum Saddams Hussein og auka völd meirihluta Shita múslima sem og völd Kúrda. Þetta hefur kallað á hræðslu Sunni múslima sem óttast að með lýðræðisvæðingunni og hersetu Bandaríkjanna í landinu verði þeir fórnarlömb kúgunnar meirihlutans. Róttækir hópar Sunni múslima hafa staðið fyrir fjölda voðaverka sem framin hafa verið í Írak eftir innrás og hersetu Bandaríkjamanna. Til að hella olíu á eldinn í þjóðernisátökunum sem nú eiga sér stað í Írak hafa Bandaríkjamenn svo nýtt sér skipulagðan herstyrk Shita múslima og Kúrda til að reyna að bæla niður uppreisnir á vegum Sunni múslima. Þannig hefur andstaðan við kosningarnar 30. janúar næstkomandi aukist dag frá degi á meðal Sunni múslima og útséð er að friður sé ekki í augnsýn í bráð í Írak.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand