„Hvað á ég að gera?“

Titanic

PISTILL Bænir mínar undanfarna mánuði hafa oftar en ekki endað með þessum orðum. Ég held að mörgum líði eins og mér. Millibilsástand er það versta sem ég veit, og núna er búið að vera millibilsástand á Íslandi í hrikalega langan tíma.

Titanic

PISTILL Bænir mínar undanfarna mánuði hafa oftar en ekki endað með þessum orðum. Ég held að mörgum líði eins og mér. Millibilsástand er það versta sem ég veit, og núna er búið að vera millibilsástand á Íslandi í hrikalega langan tíma. Margir eyða öllum sínum frítíma (og vinntíma kannski líka) í að býsnast yfir heimskum körlum og kerlingum sem skemmt hafa góðærið og flestir virðast vita hvað væri best að gera í stöðunni. Aðrir vilja helst ekki vita af þessari umræðu, leiða þetta alltsaman hjá sér, leigja vídjó, brosa og bíða eftir að ástandið lagist. Það er brjálað að gera í því að „vera“ og við erum öll þreytt. Flækjustig lífsins hefur magnast hratt og engin leið að sjá fyrir stöðuna eftir árið, því upplýsingar eru á huldu og við maurumst um í þjóðfélaginu, reynum að halda lífinu í skefjum, klóra í bakkann, (tökum slátur) til að hafa eitthvað öruggt fyrir stafni á meðan við sökkvum. Minnir mig óneitanlega á atriði í Titanic myndinni, þegar skipstjórinn skipaði strengjasveit sinni að leika ljúfa tóna fyrir farþega á meðan þeir biðu eftir dauðanum.

Skóli, vinna, börn, aukavinna, heimili, önnur aukavinna, félagslíf, fjölskylda, þriðja aukavinnan, hreyfing, nýjasta aukavinnan…eru bara brot af því sem við erum að sinna í daglegu lífi. Listann má lengja og stytta að vild. Flestir eru með flækjur og hrúgur af ókláruðum, hálfkláruðum, illa sinntum eða hunsuðum skyldum um allt, sama hvort það er vinnan, börnin eða uppvaskið sem situr á hakanum og eru fæstir að ná utan um líf sitt um þessar mundir. Það vex okkur í augum að finna tíma til að sitja aukalega fundi, málstofur eða lesa okkur til um raunverulegt ástand þjóðfélagsins ofan í allt það sem við erum að gera fyrir og við tökum þær útskýringar sem fjölmiðlar mata okkur á góðar og gildar. Það er skiljanlegt að fáfræðin, afskiptaleysið og heimskan sé heillandi og enn skiljanlegra að það sé notalegt að sitja og skrafa, virða fyrir sér augu annarra og finna flísar um allt.

Sjálf hef ég fundið fyrir mikilli heimskuþrá undanfarið. Þægilegasta leiðin sem ég kann í áreiti sem þessu er að skríða inn í eigin nafla og kúra þar á meðan ósköpin ganga yfir og koma svo út þegar aðrir hafa “búið” mér í haginn og sagt mér hvernig skuli lifa. Eftir margra mánaða strit og baks er þessu hugsun tíðari. Hef staðið mig að því að leiða hjá mér sögur af spillingu ráðamanna í þjóðfélaginu, opna ekki tölvupóstinn frá þeim sem enn eru virkir í framkvæmd og gagnrýnni hugsun, hafna boðinu um að segja mína skoðun og hægt og rólega dregið saman seglin mín. Sorglega hef ég fundið mig æ oftar í þeirri stöðu að sitja loftlaus á hliðarlínunni. Vil helst ekkert af þessu vita.

En svo, til allrar hamingju, var mér bent á þetta. Vaknaði með það í kollinum svo skýrt einn morguninn (kl. 05, því þá hefst fyrsta vinnan, áður en ég vek börn, mæti í aðra vinnuna, skólann, fundinn í hádeginu…).

Er ég tilbúin að leyfa öðrum að taka ákvarðanir fyrir mig í þeim málum sem ég “nenni” ekki að spá í á meðan ég berst á hæl og hnakka um við að stjórna því sem skemmtilegt er? Hef ég virkilega ekki lært neitt af reynslunni, ætla ég í alvörunni að treysta aftur í blindni? Hversu vel gekk það síðast (og ég skamma mig upphátt, með tón sem enginn nema mamma mín notar…).

Tími þessa munaðar er liðinn í mínu lífi. Aldrei skal ég treysta í blindni á stjórnvöld, kjósa án þess að vita nákvæmlega hvað er verið að bjóða mér – kíkja undir yfirborð loforða, hringja símtöl og þó það gæti verið vandræðalegt, spyrja allra spurninganna sem eru óviðeigandi. Héðan í frá mun ég ekki koma af fjöllum með nein málefni sem varða hag minn og púkanna minna, hag landsins sem ég bý í eða hag þeirra sem ég deili landinu með. Ábyrgðin er eingöngu mín.

Ábyrgðin er líka mín að sjá til þess að það fólk sem ég treysti hverju sinni fái aðhald þegar það situr í stjórn landsins. Það er á mína ábyrgð að fræða þá sem yngri eru svo þau finni sig einnig knúin til þess að standa upp og láti í sér heyra þegar ástandið er ekki að útskýra sig sjálft. Og spurja þegar mér eru gefin loðin svör, benda á þegar fólk talar í hringi eða gegn sjálfu sér. Hófst ég handa við mikla vinnu, ransóknir og kannanir. Hvar vil ég vera, hvernig kem ég því í framkvæmd sem mér hugnast best fyrir þjóðfélagið okkar …. Hverjum treysti ég best til að stinga mig ekki í bakið?

Mínar kannanir á flokkunum leiddu í ljós ótvíræðar niðurstöður. Ég er jafnaðarmaður!

Elsku við!
Ég á þá ósk fyrir árið 2009 að við gefum því tíma okkar. Að þegar koma upp mál sem við skiljum ekki að við spyrjum. Að enginn fái að taka af okkur völdin í málum sem varða framtíð okkar. Minnum okkur á að stjórnmálaflokkar starfa allt árið, þó svo þeir séu okkur aðeins sýnilegir í skamman tíma fyrir kosningar. Mætum á fundi, tökum þátt og látum raddir okkar heyrast. Það er skylda okkar að tileinka okkur gagnrýna hugsun! Verum tortryggin, sperrum okkur upp í vindinn og látum ekki bjóða okkur hvað sem er.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand