Aðalfundur í Kópavogi þriðjudaginn 17. febrúar

town-of-kopavogur_2091527494

FRÉTT Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi (UJK) verður haldinn þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20.00 í húsnæði Samfylkingarinnar í Hamraborg 11 á 3. hæð. Á dagskrá er ávarp frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, stjórnmálaumræður og venjubundin aðalfundarstörf.

kopavogur

FRÉTT Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi (UJK) verður haldinn þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20.00 í húsnæði Samfylkingarinnar í Hamraborg 11 á 3. hæð. Á dagskrá er ávarp frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, stjórnmálaumræður og venjubundin aðalfundarstörf.

Framboð í stjórn UJK óskast send á uj@samfylking.is. Þeir Kópavogsbúar sem hafa áhuga á að leggja Samfylkingunni lið í komandi kosningabaráttu er hvattir til að bjóða fram krafta sína. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum UJ.

Á landsþingi UJ var tekin sú ákvörðun að aðildarfélög hreyfingarinnar myndu taka upp sérstök nöfn í fyrsta sinn. Hafa félögin hingað til alla jafna einungis verið kölluð eftir þeim bæjarfélögum sem þau starfa í en nú stendur til að þeim verði gefin nöfn eftir sameiginlegu nafnaþema. Ákveðið var að þemað myndi vera ,,íslenskar bókmenntapersónur” í víðasta skilningi þeirrar skilgreiningar. Ábendingar að nöfnum eru vel þegnar, hugmyndar óskast sendar á uj@samfylking.is með upplýsingum um hvaðan viðkomandi nafn sé og stuttum rökstuðningi fyrir tillögunni.auk þess sem félagið verður nefnt eftir íslenskri bókmenntapersónu, samkvæmt venju.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand