Atvinnuleysi og menntun

Vinnumálastofnun birti í dag tölur um stöðuna á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í janúar var 6.6% og spáir stofnunin því að atvinnuleysi verði hér orðið 8,5% í lok febrúar. Í skýrslunni segir jafnframt að fjórðungur allra atvinnulausra er á aldrinum 16-24 ára. Það er ljóst að efnahagsþrengingarnar eru að koma mjög hart niður á ungu fólki. Þetta er sá hópur sem er að reyna að mennta sig, brauðfæða og koma undir sér húsnæði. Margir námsmenn hafa þurft að vinna hlutastörf samhliða námi, þar sem framfærsla Lánasjóðsins hefur ekki dugað fyrir brýnustu nauðsynjum. Um 17% prósent atvinnulausra voru skráðir í hlutastörf. Að óbreyttu er ekki er að vænta auknu framboði á hlutastörfum í náinni framtíð.

atvinnuleysi1

LEIÐARI Í dag situr um tíund vinnubærra Íslendinga heima. Það er dapurlegt að hugsa til þess að til skamms tíma sé skynsamlegra fjárhagslega fyrir þetta fólk að þiggja bætur fremur en að mennta sig.

Á komandi mánuðum mun reyna mikið á grunnstoðir velferðarsamfélagsins. Það er fjöregg okkar og haldreipi. Samfélagsgerð jafnaðarmanna mun verða okkar leiðarljós á þessum erfiðistímum.

atvinnuleysi1
LEIÐARI Vinnumálastofnun birti í dag tölur um stöðuna á vinnumarkaði. Atvinnuleysi í janúar var 6.6% og spáir stofnunin því að atvinnuleysi verði hér orðið 8,5% í lok febrúar.

Í skýrslunni segir jafnframt að fjórðungur allra atvinnulausra sé á aldrinum 16-24 ára. Það er ljóst að efnahagsþrengingarnar eru að koma mjög hart niður á ungu fólki, sama hóp og er að reyna að mennta sig, brauðfæða og koma sér upp húsnæði.

Samkvæmt skýrslunni eru um 17% prósent atvinnulausra skráðir í hlutastörf. Í þeim hópi eru vafalaust margir námsmenn en margir þeirra hafa þurft að vinna samhliða námi, þar sem framfærsla Lánasjóðsins hefur ekki dugað fyrir brýnustu nauðsynjum. Að óbreyttu er ekki er að vænta auknu framboði á hlutastörfum í náinni framtíð.

Nýr menntamálaráðherra hefur talað fyrir skynsamlegum breytingum á LÍN, m.a. fyrir upptöku á samtímagreiðslum. Þó þetta sé góðra gjalda vert, er staðan ennþá sú að hámarksframfærsla LÍN er talsvert lægri en atvinnuleysisbætur. Þessu verður að breyta samhliða greiðslutilhögun.

Í dag situr um tíund vinnubærra Íslendinga heima. Það er dapurlegt að hugsa til þess að til skamms tíma sé skynsamlegra fjárhagslega fyrir þetta fólk að þiggja bætur fremur en að mennta sig.

Á komandi mánuðum mun reyna mikið á grunnstoðir velferðarsamfélagsins. Það er fjöregg okkar og haldreipi. Samfélagsgerð jafnaðarmanna mun verða okkar leiðarljós á þessum erfiðistímum.

Við verðum að halda áfram að hugsa til framtíðar og hvernig samfélag við ætlum að byggja hér í framtíðinni. Það er ólíðandi að heil kynslóð missi tækifæri til að mennta sig og þroska.

Ungir jafnaðarmenn berjast ávalt fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi hvernig sem viðrar í efnahagslífinu. Því hlýtur það að vera forgangsatriði að búa svo um hnútana að atvinnulausu fólki á aldrinum 16-24 ára sé kleyft að stunda nám og byggja framtíðarstoðir Íslands. Mannauðinn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand