Framsóknarflokkurinn hefur uppá síðkastið auglýst mikið í sjónvarpi tillögur sínar um að hækka húsnæðislán og í stefnuskrá flokksins segir m.a.: ,,Lánshlutfall almennra íbúðalána verði hækkað í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki.” Þetta er allt saman gott og gilt, en hefur Framsóknarflokkurinn ekki setið í ríkisstjórn síðast liðin átta ár og því haft nægan tíma til að aðhafast eitthvað í þessum málum? Hefur Framsóknarflokkurinn ekki einnig farið með þennan málaflokk undanfarin tvö kjörtímabil með Pál Pétursson fremstan í flokki? Af hverju eiga kjósendur að trúa því að Framsóknarflokkurinn muni aðhafast í þessum málum á næsta kjörtímabili þegar hann hefur ekkert gert síðastliðin átta ár? Framsóknarflokkurinn hefur uppá síðkastið auglýst mikið í sjónvarpi tillögur sínar um að hækka húsnæðislán og í stefnuskrá flokksins segir m.a.: ,,Lánshlutfall almennra íbúðalána verði hækkað í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki.” Þetta er allt saman gott og gilt, en hefur Framsóknarflokkurinn ekki setið í ríkisstjórn síðast liðin átta ár og því haft nægan tíma til að aðhafast eitthvað í þessum málum? Hefur Framsóknar- flokkurinn ekki einnig farið með þennan málaflokk undanfarin tvö kjörtímabil með Pál Pétursson fremstan í flokki? Af hverju eiga kjósendur að trúa því að Framsóknarflokkurinn muni aðhafast í þessum málum á næsta kjörtímabili þegar hann hefur ekkert gert síðastliðin átta ár?
Í kosningastefnu Samfylkingarinnar sem var samþykkt á vorþingi flokksins á dögunum segir til að mynda: ,,Felld verði niður stimpil- og þinglýsingargjöld vegna húsnæðiskaupa. Það lækkar útgjöld lántakenda á meðalíbúð um 200 þúsund krónur.” Ennfremur stendur þar: ,,Þúsundir láglaunafjölskyldna eru á löngum biðlistum eftir viðráðanlegum leiguhúsnæði. Samfylkingin vill ráða bót á vanda þeirra með því að stilla saman strengi lífeyrissjóða, sveitarfélaga og ríkisvalds um uppbyggingu félagslegra leiguíbúða á viðráðanlegum kjörum.”
Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í janúar fyrr á þessu ári var meðal annars samþykkt ályktun um húsnæðismál en í henni stendur til að mynda:
• Mikilvægt er að grípa til aðgerða sem duga til frambúðar og skapa varanlegan og góðan valkost fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og fjölga smáíbúðum til leigu eða eignar á viðráðanlegu verði. Stofna þarf sérstök húsnæðisfélög til að ráðast í átak í uppbyggingu smáíbúða fyrir ungt fólk með þátttöku félagasamtaka, ríkis, fyrirtækja og sveitarfélaga. Smáíbúðirnar væru hvort heldur er til leigu á félagslegum markaði eða eignar.
• Vaxtastig á Íslandi þarf að lækka til frambúðar. Það þarf að hagræða í bankakerfinu og tryggja virka samkeppni. Færa þarf íslenskt fjármálakerfi nær alþjóðlegu umhverfi með inngöngu í ESB og upptöku evrunnar. Það myndi lækka vexti á Íslandi verulega og koma sér vel fyrir ungt fólk.
• Afnema þarf verðtryggingu til að að vaxtakerfið verði gegnsærra og einfaldara fyrir ungt fólk á fasteignamarkaði.
• Draga þarf úr byggingarkostnaði. Hann er óþarflega hár hér á landi m.a. vegna hárra vaxta, dýrkeyptra lóða í þéttbýli og hárra stimpilgjalda.
Samfylkingin mun taka þennan málaflokk til gagngerðar endurskoðunar sem og mörg önnur mál sem varða ungt fólk eins t.d. afnema virðisaukaskatt á bókum, lækka virðisaukaskatt á matvælum, tónlist, ungbarnafötum og ungbarnavöru. Fjórðungur af endurgreiðslu námslána verði frádráttarbær frá skatti í 7 ár eftir að námi lýkur og stórauka fjárfestingar í mannauð og menntun. Fyrir þessu mun Samfylkingin beita sér fyrir komist hún til áhrifa að loknum kosningunum þann 10. maí – og hún mun ekki bíða í átta ár!