Ég er Evrópubúi

Ungir Jafnaðarmenn hafa, lengur en nokkur önnur íslensk stjórnmálasamtök, haft aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Það eru því tímamót í sögu samtakanna þegar útlit er fyrir að sjónarmið okkar eignist fulltrúa í stjórnarráðinu. Ungir Jafnaðarmenn hafa, lengur en nokkur önnur íslensk stjórnmálasamtök, haft aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Það eru því tímamót í sögu samtakanna þegar útlit er fyrir að sjónarmið okkar eignist fulltrúa í stjórnarráðinu.

Samstarf sem leitt hefur af sér framfarir
Jákvæð áhrif EES-samningsins á efnahagslíf þjóðarinnar síðastliðinn áratug hafa orðið til þess að æ fleiri telja fulla aðild eftirsóknaverða. Margir eru jafnframt sannfærðir um að ný samkeppnis-, vinnu- og upplýsingalöggjöf hefði ekki komið til nema vegna samningsins.

Samfylkingin hefur skýra stefnu í Evrópumálum og gengur til kosninga með það loforð í farteskinu að farið verði í aðildarviðræður og að samningurinn verði að þeim loknum borin undir þjóðaratkvæði.

Heimskt er heimaalið barn
Andstæðingar okkar beita gjarnan hræðsluáróðri í þeim tilgangi að hindra málefnalega umræðu um kosti og galla aðildar. Rök þeirra eru þó auðhrekjanleg þegar þau eru skoðuð nánar.

Lítum á nokkrar algengar staðreyndarvillur:

Aðild samsvarar afsölun á fullveldi
Nei! Segðu það við Breta, Dani og Frakka. Enginn myndi láta sér detta í hug að þessar þjóðir væru tilbúnar að afsala sér sjálfstæði sínu.

ESB er skriffinskubákn
Nei! ESB er ekki hálfdrættingur á við t.d. meðalstóra borg eins og Róm í umsvifum. ESB hefur nú um 28.000 starfsmenn en til samanburðar hefur breska umhverfismálaráðuneytið um 35.000 starfsmenn og franska menningarmálaráðuneytið um 10.000 starfsmenn.

ESB hefur alræðisvald
Nei! Vald ESB snýr nánast eingöngu að þeim málefnum sem snerta frjálsa verslun, samræmda viðskiptalöggjöf o.s.frv. Vald ESB takmarkast líka raunverulega af því hversu lítið fjárveitingarvald þess er. Velta ESB getur aldrei orðið meiri en sem nemur 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna.

Það er Evrópudagur í dag
Ungir jafnaðarmenn halda í dag sérstakan Evrópudag til að vekja athygli á því að Samfylkingin er eini skýri kosturinn fyrir frjálslynt og Evrópusinnað fólk í komandi kosningunum. Ýmislegt verður gert til þess að vekja athygli á kostum þess að sækja um aðild að ESB. M.a. verða á boðstólum matarkörfur á á sérstöku Evrópuverði, en eins og menn vita þá myndi verð á helstu nauðsynjavörum lækka um allt að 30% við inngöngu í sambandið.

Dagskráin hefst kl.16:00 og eftir að hafa hlýtt á áhugverð erindi og austur-evrópska harmónikutóna verður slegið upp grillveislu á svölunum á þriðju hæð hússins. Þetta er auglýst nánar annarstaðar hér á síðunni.

Ég hvet sem flesta til að líta við í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í dag í Lækjargötunni og taka þátt í Evrópudegi Ungra jafnaðarmanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand