Hugsað fyrir aðra

Fólk á mjög auðvelt með að ákveða hvað sé því fyrir bestu. Þegar kemur að því að ákveða fyrir aðra hvað þeim sé fyrir bestu þá er það vanalega andstætt því sem það taldi sjálfum sér fyrir bestu. Hvers vegna skyldi það nú vera? Fólk á mjög auðvelt með að ákveða hvað sé því fyrir bestu. Þegar kemur að því að ákveða fyrir aðra hvað þeim sé fyrir bestu þá er það vanalega andstætt því sem það taldi sjálfum sér fyrir bestu. Hvers vegna skyldi það nú vera?

Tökum ímyndað dæmi þar sem fólk er spurt um áhrif lækkunar áfengisverðs. Sé fólk spurt að því hvort það muni drekka meira áfengi sé verðið lækkað, mun meirihlutinn neita því. Sé fólkið spurt hvort aðrir muni neyta meira áfengis, mun meirihlutinn segja já. Það trúa því nefnilega allir að þeir tilheyri minnihlutahópi heilbrigðra og ímynda sér að þeir séu einskonar öryggisventlar á samfélaginu. Með því að hafa hátt áfengisverð fær þessi meirihluti ímyndaðs minnihluta öryggiskennd gagnvart vitleysingunum í samfélaginu sem geri allt vitlaust.

Stjórnmálamenn hugsa því miður eins, því þeir eru líka fólk. Stjórnmálamönnum er meinilla við ófyrirséðar afleiðingar frelsis því þeir telja sig ábyrga fyrir því hvernig fólk fer með sitt eigið líf. Af því leiðir að þeir fara að ímynda sér að þeir hafi nokkuð góðar hugmyndir um hverjar afleiðingarnar muni verða.

Allt er þetta mjög eðlilegt. Allir vita hvað þeir sjálfir eru að hugsa og jafnvel þó þeir svíkji eigin hugsanir þá geta þeir auðveldlega afsakað þær fyrir sjálfum sér. Annað gildir um viðhorf okkar til náungans. Vissulega getum við treyst einum og einum en þegar við eigum að treysta öllum þá fer allt í baklás vegna þess að við getum ekki hugsanlega ímyndað okkur afleiðingar þess og eins og Maslow gamli setti fram þá er öryggi tilfinning sem við verðum að hafa.

Auðvitað munu einhverjir telja þetta vitleysu. En gefum okkur samt að þetta sé rétt.

Sé þetta rétt þá liggur fyrir að skoðanir okkar gagnvart samfélagi mótast fyrst og fremst af ótta. Ótta um að einhver hluti samfélagsins svipti okkur öryggistilfinningunni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand