Hugrekki er dyggð

”En auðvitað þarf flokkur að standa saman, sem er eðlilegt. En þegar hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi, þá verða menn að sjálfssögðu að hugsa sig um, og við hljótum að gera þá kröfu á þingmenn okkar að hafa það þor að fylgja sinni eigin sannfæringu ef þeir halda að stefna flokksins fari á skjön við hagsmuni þjóðarinnar.” Segir Sölmundur Karl Pálsson í grein dagsins.

Í sumar stóð ég í flutningum, sem er ekki að frásögu færandi. En í þeim flutningum rakst ég á bók sem amma mín heitinn átti, ég hafði aldrei séð hana né heyrt um hana. En þessi bók heitir ,,Profiles in courage” eftir John F. Kennedy , en á Íslensku hetir hún ,,hugprúðir menn”, og Bárður Jakobsson íslenskaði. Þar sem ég hef smá áhuga á bandarískum stjórnmálum, og þá sérstaklega á John F. Kennedy og Bill Clinton, þá ákvað ég að lesa þessa bók.


Margir geta skilgreint orðið hugrekki, þá á fólk oft við hugprýði sem er unnin við styrjaldir eða þegar slökkvuliðsmenn fara inn í brennandi hús til að bjarga fólki. En John F. Kennedy sagði eitt sitt ,,Án þess að gera lítið úr hugrekki manna á dauðastund, ættum við að minnast hugrekkis manna í lifanda lífi. Hugrekki í lífinu er oft ekki eins tilþrifamikið og hugrekki á hinstu stund, en það er engu að síður stórkostleg sambland af sigri og sorg. Maður gerir það sem gera þarf – þrátt fyrir afleiðingarnar fyrir sjálfan hann, þrátt fyrir hindranir, hættur og hótanir- og þetta er grundvöllur allrar siðfræði”. Þessi bók John F. Kennedy fjallaði einmitt um hugrekki stjórnmálamanna. Í bókinni rekur hann sögu merkra stjórnmálamanna út í Bandaríkjunum, sem fórnuðu sínum eigin frama, fyrir hugsjónir sínar og samvisku sinnar vegna. Margir af þessum stjórnmálamönnum sem Kennedy talar um fórnuðu jafnvel forsetaembætti til þess að fylgja sinni sannfæringu eftir, en ekki sannfæringu flokksbræðra sinna, né einkahagsmunaaðila. Það sýnir gríðarlega styrk einstaklings að geta geta fært slíkar fórnir, ef fórnir skyldi kallast. Því jú hagsmunir þjóðarinnar hljóta að ganga fyrir, en ekki einkahagsmunir einstaklings.


Eins og fyrr segir þá fjallaði John F. Kennedy í bók sinni um stjórnmálamenn sem þorðu að standa á sinni eigin skoðun og sannfæringu, sem þeir töldu að myndi verða þjóðinni til hins betra. Þó svo að almenningur og jafnvel vinir snéru baki við þeim.


Svona hugrekki er nauðsynlegt hjá stjórnmálamönnum, og þá skiptir engu hvort að það sé árið 1850 eða 2007. Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn hafi hugrekki við að standa upp á móti straumnum, þó svo að þeir viti að þeir séu að fórna frama í opinbera geiranum. Því miður sýnist mér að svoleiðis hugrekki sé á undanhaldi hjá stjórnmálamönnum eða hvað? Þegar menn fara á þing, þá taka menn eið um að þeir fylgji sinni eigin sannfæringu, en oftar en ekki verða hagsmunir flokksins ofan á, þó svo að þeir fari á skjön við hagsmuni þjóðarinnar.


En auðvitað þarf flokkur að standa saman, sem er eðlilegt. En þegar hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi, þá verða menn að sjálfssögðu að hugsa sig um, og við hljótum að gera þá kröfu á þingmenn okkar að hafa það þor að fylgja sinni eigin sannfæringu ef þeir halda að stefna flokksins fari á skjön við hagsmuni þjóðarinnar.


Ég vona því innilega að hver einasti þingmaður á Íslandi hugsi svona, og fari eftir sannfæringu sinni. Og ef sú staða kæmi upp, verðum við fólkið sem erum upp á þeim tíma, ekki gera neinar órökstuddar árásir á þann mann sem þorir að fara eftir sinni sannfæringu, þó svo að það gangi gegn almenningsáliti.

Greinin birtist í gær á vefriti Un gra jafnaðarmanna á Akureyri – UJA.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand