Aukaaðalfundur UJH

Aukaaðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði verður haldin föstudaginn 19. janúar í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43. Hinn 15. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Dagskráin var stíf og ekki náðist að klára öll þau mál sem lágu fyrir fundinum. Var því ákveðið að halda framhaldsaðalfund. Hugsunin var sú að hann yrði í byrjun janúar, en eitthvað hefur þetta dregist.

Nú munu hins vegar hendur verða látnar standa fram úr ermum og verður framhaldsaðalfundurinn haldinn hinn 19. janúar næstkomandi í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og mun Katrín Júlíusdóttir að sjálfsögðu stýra fundinum af sinni alkunnu röggsemi.

____________

MÍR.is – vefsíða Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand