Hugleiðingar um lífskjör í Evrópu nútímans

Flestir telja þak yfir höfuðið og mat á borð sjálfsagðan hlut fyrir alla Evrópubúa. En í raun og veru er langur vegur frá því að svo sé. Að vísu er næst efst á lista hjá Evrópusambandinu að minnka fátækt hjá þeim löndum í Evrópu sem verst hafa það. Ég var nýlega á ferðalagi um það svæði sem áður var kallað Austur-Þýskaland og Tékkland. Greinilegt var að þar ríkir ekki sú sama velmegun og við eigum að venjast. Mig fannst það mjög eftirtektarvert að á veitingastöðum, bensínstöðum og á öðrum stöðum sem við erum vön að mæta að mestu leyti ungu starfsfólki og skólafólki, þá mætti maður fólki sem var yfirleitt komið á miðjan aldur. Flestir telja þak yfir höfuðið og mat á borð sjálfsagðan hlut fyrir alla Evrópubúa. En í raun og veru er langur vegur frá því að svo sé. Að vísu er næst efst á lista hjá Evrópusambandinu að minnka fátækt hjá þeim löndum í Evrópu sem verst hafa það. Ég var nýlega á ferðalagi um það svæði sem áður var kallað Austur-Þýskaland og Tékkland. Greinilegt var að þar ríkir ekki sú sama velmegun og við eigum að venjast. Mig fannst það mjög eftirtektarvert að á veitingastöðum, bensínstöðum og á öðrum stöðum sem við erum vön að mæta að mestu leyti ungu starfsfólki og skólafólki, þá mætti maður fólki sem var yfirleitt komið á miðjan aldur.

Um leið og komið var yfir landamærin til Tékklands blasti við mikil fátækt. Niðurnídd hús og hrörlegt umhverfi. Í sjálfu sér kom það mér ekki á óvart að sjá þessa fátækt í Tékklandi. Hins vegar hafði ég ekki gert mér grein fyrir hversu bág lífskjör margra Þjóðverja eru.

Þrátt fyrir það að Þýskaland sé eitt af betur stæðu ríkjum Evrópu er mikil fátækt á meðal fólks. Í áratugi var mikill uppgangur í Þýskalandi. Ekki fundu allir íbúar landsins fyrir því, en fólk trúði því að með tíð og tíma fengju allir sinn skerf af velmeguninni. Betri tekjur, betra húsnæði, betri bílar og betri elliár. En þessi uppgangur landsins nær nú ekki til allra. Hin seinni ár er hættan á því að missa vinnuna mikil og lenda í því að þurfa að fá hjálp frá félagslega kerfinu og þaðan er erfitt að komast aftur.

13,5 prósent íbúa í Þýskalandi eru undir fátækramörkum, þ.e.a.s. lifa á minna en 60 prósent af meðallaunum. Fjölskyldur áttunda hvers barns búa við það að þurfa stuðning frá félagslega kerfinu. Fyrir 40 árum var það eitt barn af hverjum 75. Læknisþjónusta hefur hækkað í verði og nú horfa menn upp á það t.d. að bólusetningum gegn mislingum hefur fækkað um 30 prósent.

Atvinnuleysið er mikið og mjög kostnaðarsamt fyrir ríkið. Yfirvöld hafa reynt að gera áætlanir til þess að þrýsta á fólk til að fara og leita sér að vinnu. Atvinnulausir mæta reglulega í viðtöl og fá mikla hvatningu en það dugir ekki til þar sem að vinnuna er einfaldlega ekki að fá. Á mörgum stöðum eru engin laus störf til að ráða í. Yfirvöld ráða því hvernig þetta fátæka fólk býr, hvaða stærð á íbúð hentar því. Ef íbúð er fermetra of stór fær fólk skilaboð um að það eigi að flytja.

Jafnvel fólk með atvinnu kemst ekki upp fyrir fátækramörk. Launin eru oft svo lág. Fólk lifir ekki við öryggi. Það getur ekki eignast sparifé né keypt fasteignir. Þetta fólk hefur í raun mjög lítil áhrif á sitt eigið líf.

Konan inn á heimilið
Ungar konur eiga erfitt uppdráttar á vinnumarkaði og það má að vissu marki rekja til löggjafar um barneignarleyfi. Þjóðverjar eiga rétt á 3 ára barneignaleyfi. Það eru yfirleitt konurnar sem nýta sér það, eða 95 prósent. 70 prósent taka fullt orlof. Bæði er erfitt að fá leikskólapláss fyrir lítil börn og svo býst samfélagið við því að konur séu heima hjá börnunum sínum fyrstu árin. Þessi háttur er líkast til afleiðing þessa mikla atvinnuleysis í landinu. Ef samfélagið þyrfti virkilega á vinnuafli að halda mundi þetta fljótt breytast og konurnar verða virkari í atvinnulífinu.

Að vera á framabraut og vera móðir fer ekki mjög vel saman. Það sést t.d. í kynjaskiptingu í stóru fyrirtæki að af 190 yfirmönnum eru 189 karlmenn.

Konur á þrítugs og fertugs aldri eiga erfitt með að komast í góðar stöður vegna þess að atvinnurekendur vilja ekki missa starfsmenn sína í barneignafrí í svo langan tíma. Eftir svona langt orlof er erfitt að koma aftur inn á vinnumarkaðinn. Afleiðingar þessa eru þær að barnsfæðingum fækkar svo mikið að það er orðið að áhyggjuefni.

Í grein í blaði sem ég las nýlega var viðtal við þýska konu í litlum bæ sem dró upp mynd af hvernig fátæktin birtist þar. Hún lýsir því hvernig störfunum fækkar í bænum og um leið tæmist hann. Gamlar úreltar verksmiðjur voru lagðar niður og ekkert kom í staðinn. Enginn virtist ábyrgur fyrir því sem varð og helstu ,,umbætur” stjórnvalda virðast felast í því að skera niður atvinnuleysisbætur þeirra sem hafa verið atvinnulausir í langan tíma. Framtíðarsýn þessa fólks er sennilega dapurleg en sennilega er þetta svona víðar í Evrópu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið