Hugleiðing um hlutverk stjórnmálamanna – Kvennabaráttan

Þeir hljóta að eiga að hugsa um hag allrar þjóðarinnar. Hver er þá hagur þjóðarinnar? Að mínu mati felst hann að einhverjum hluta í því að veita fólki jöfn tækifæri. Í framhaldi af því mati mínu langar mig til segja ykkur frá litlum fundi sem ég mætti á síðasta laugardag. Þeir hljóta að eiga að hugsa um hag allrar þjóðarinnar. Hver er þá hagur þjóðarinnar? Að mínu mati felst hann að einhverjum hluta í því að veita fólki jöfn tækifæri. Í framhaldi af því mati mínu langar mig til segja ykkur frá litlum fundi sem ég mætti á síðasta laugardag.

Þetta var virkilega áhugaverður fundur á vegum Samfylkingarinnar um stofnun kvennahreyfingar innan flokksins.

Fyrst langar mig að taka það fram að ég hef aldrei álitið mig feminista en eftir þennan fund hugsa ég að ég kalli mig það með stolti. Orðið feminismi fól í sér að því er ég hélt, þá fullyrðingu að konur væru körlum fremri. Svo virðist sem þetta umdeilda orð hafi allt aðra merkingu, að minnsta kosti í augum margra. Feministar eru þeir sem vilja jafnrétti karla og kvenna. Ágætt það, ég myndi vilja kalla mig jafnréttissinna en tel mig þó vera að huga að því sama og margur feministinn.

Í fávisku minni hélt ég að við værum að mjakast í rétta átt, ég vissi að ekki væri allt í lagi en ég hélt þó að hið opinbera væri að gera sitt besta til að rétta hlut okkar kvenna. Enda ætti það að vera í þeirra verkahring í lýðræðisríki að tryggja jöfn tækifæri.

En á þessum fundi lukust upp margar dyr, jafnréttisáætlun sem Alþingi samþykkti sem ekki er farið eftir, talsverður launamismunur í opinbera geiranum og það að við erum í 17. sæti á lista yfir þáttöku kvenna í stjórnmálum af ESB löndunum.

Eitthvað verður að gera og enginn einn ber ábyrgðina af því hvernig komið er, en það verða líka allir að leggja sitt af mörkum til að einhver árangur náist.

Ef fleiri hugsa eins og ég hef gert hingað til, er hætt við að barátta kvenna leggist af, því einhverra hluta vegna er talið að þeir sem nú hafa meirihluta í ráðadeild Íslands beri hag allra fyrir brjósti. Að minnsta kosti bjóst ég við því vegna þess hversu siðmenntað þjóðfélag við teljumst.

Það getur verið erfitt fyrir konur að hasla sér völl í umhverfi sem eingöngu er skapað af karlmönnum. Krafan á reynslu af öllum störfum stendur líka í vegi fyrir konum því hvernig á að afla reynslunar ef engin eru tækifærin til þess.

En baráttunni má greinilega aldrei linna og við erum ekki að fá jöfn tækifæri ef meirihlutinn á Alþingi er ekki að standa sig í að framfylgja sínum eigin ákvörðunum á sviði jafnréttismála.

Konur geta ómögulega setið við sama borð og karlar, þegar borðið sem setið er við var smíðað af körlum fyrir mörgum tugum ára.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand