Höldum þjóðaratkvæðagreiðslu um leið og forsetakosningarnar

Laugardaginn 26. júní næstkomandi verða að öllum líkindum haldnar forsetakosningar á Íslandi. Fáir telja að þessar kosningar verði spennandi og sumir sem ég hef talað við hafa lýst yfir því að þeir sjái mjög eftir peningunum sem fara í að halda þær. Laugardaginn 26. júní næstkomandi verða að öllum líkindum haldnar forsetakosningar á Íslandi. Fáir telja að þessar kosningar verði spennandi og sumir sem ég hef talað við hafa lýst yfir því að þeir sjái mjög eftir peningunum sem fara í að halda þær.

Sláum tvær flugur í einu höggi
Þá vaknar upp sú hugmynd hvort ekki er hægt að nýta ferð kjósenda á kjörstað og peningana sem fara í að halda kosningarnar betur: Kjósa bæði forseta til næstu fjögurra ára og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um leið. Slá tvær flugur í einu höggi.

Hægt væri að spyrja þjóðina til dæmis um hvort eigi að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum, gera landið að einu kjördæmi eða friða Dettifoss. Jafnvel hvort aðskilja eigi ríki og kirkju eða sækja um aðild að Evrópusambandinu. Eða bara eitthvað allt annað.

Styrkjum lýðræðið
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru til þess fallnar að styrkja lýðræðið og koma málum á hreyfingu og nú síðast síðast á páskadag kom fram í Mogganum að 73% þjóðarinnar vilja að oftar verði efnt til slíkra kosninga.

Nú er lag. Öll skilyrði eru fyrir hendi til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvert gott mál í júnílok. Það á bara eftir að ákveða spurninguna og prenta kjörseðlana.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand