Höfum áhrif á stefnu Samfylkingarinnar

Ungir jafnaðarmenn náðu í gegn miklum breytingum á landsfundi Samfylkingarinnar 2015.

Ungir jafnaðarmenn ætla að fjölmenna á landsfund Samfylkingarinnar. Við höfum opnað skráningarform og hvetjum allt ungt fólk til að skrá sig og móta með okkur stefnu Samfylkingarinnar til framtíðar.

Á málefnafundum í síðustu viku voru áherslur Ungra jafnaðarmanna fyrir landsfundinn mótaðar. Meðal mála sem við ætlum okkur að koma inn í stefnu Samfylkingarinnar eru:

  • feminísk og jafnréttismiðuð kennsla í skólakerfinu
  • innleiðing táknmálskennslu á öllum skólastigum
  • Ísland banni einnota plast á næstu árum og leggi sitt af mörkum við hreinsun á höfum heimsins
  • sérstök dýralögregla verði sett á fót sem hafi eftirlit með velferð dýra
  • innleiða samfélagsþjónustu í meiri mæli í stað fangelsisvistar
  • loðdýrarækt verði afnumin á Íslandi
  • auka sjálfræði framhaldsskóla, þeir verði gjaldfrjálsir og opnir fólki á öllum aldri
  • bæta Lánasjóð íslenskra námsmanna, hækka framfærslu og hefja samtímagreiðslur námslána
  • veita heimilislausu fólki húsnæði svo þau fái tækifæri til að byggja sig upp (housing first)
  • efla stuðning við fólk af erlendum uppruna og setja á fót embætti umboðsmanns fólks af erlendum uppruna
  • Ísland uppfylli regnbogakort ILGA Europe um réttindi hinsegin fólks
  • Ísland beiti sér innan Evrópusambandsins fyrir mannúðlegri stefnu í garð flóttafólks

Hægt er að skrá sig sem fulltrúi Ungra jafnaðarmanna á landsfundinum með því að fylla út formið hér að neðan:

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand