Ungt Samfylkingarfólk í Reykjavík efnir til hljómsveitakeppni fimmtudaginn 26. apríl. Í lok kvölds munu síðan Höskuldur Ólafsson söngvari Ske, Orri Páll Dýrason trommari Sigurrósar og útvarpskonan Andrea Jónsdóttir leggja dóm á hver hljómsveitanna hlýtur sigur og spilar á stórtónleikum Samfylkingarinnar á Nasa laugardaginn 28. apríl. Ungt Samfylkingarfólk í Reykjavík efnir til hljómsveitakeppni fimmtudaginn 26. apríl. Keppnin verður á formi kósý tónleika, þar sem hver hljómsveit fær um hálftíma til þess að flytja efni sitt. Í lok kvölds munu síðan Höskuldur Ólafsson söngvari Ske, Orri Páll Dýrason trommari Sigurrósar og útvarpskonan Andrea Jónsdóttir leggja dóm á hver hljómsveitanna hlýtur sigur og spilar á stórtónleikum Samfylkingarinnar á Nasa laugardaginn 28. apríl.
Keppnin fer fram í Iðnó og hefst kl. 20. Svipuð keppni var einnig haldin síðastliðið vor og mun vinningshljómsveit þeirrar keppni, Soundspell, einnig troða upp á Nasa. Kynnir verður Eva Kamilla Einarsdóttir.
Hljómsveitirnar sem taka þátt eru Balls of Lemon, For a Minor Reflection, The Ives, Love Triangle, Johnny and the Rest.