Hinn frjálsi markaður týndur í frumskógi ‘hægrimanna’

Hægrimenn líkja markaðinum oft við frumskóg og segja að þar ríki lögmálið um að hinir hæfustu lifi af. Einstaklingshyggjumenn eins og hagfræðingurinn Ludwig von Mises eru ósammála og segja markaðinn vera félagslegs eðlis og að hann einkennist miklu frekar af samvinnu. Hægrimenn líkja markaðinum oft við frumskóg og segja að þar ríki lögmálið um að hinir hæfustu lifi af. Einstaklingshyggjumenn eins og hagfræðingurinn Ludwig von Mises eru ósammála og segja markaðinn vera félagslegs eðlis og að hann einkennist miklu frekar af samvinnu.

Hinn frjálsi markaður myndaðist vegna samvinnu fólks þegar það uppgötvaði að það framleiðir meira með því að skipta með sér verkum og að það þarf síðan að skipta framleiðslu sinni í vörur sem það óskar eftir. Fljótlega var farið að nota gjaldmiðla, eins og gull, til að auðvelda vöruskipti. Hugmyndir um vöruskipti, markað og gjaldmiðla samræmast hugmyndum félagshyggjufólks í alla staði.

Félagslegur Darwinismi er gömul og löngu úrelt hugmynd. Hún var fyrst og fremst notuð af íhalds- og afturhaldsmönnum síðustu ár 19. aldar til þess að réttlæta forréttindi vissra hópa og var tilraun til þess að berjast gegn framþróun hins frjálsa markaðar og félagshyggju. Hún varð sem betur fer fljótlega úrelt sem hugmyndafræði.

Hugmyndirnar um að ´þeir hæfustu lifi af´ og ´frumskógarlögmálið´ eru samt enn notaðar til þess að réttlæta andfélagslegar hugmyndir og aðgerðir. Andfélagslegar hugmyndir eru augljóslega andstæðar markaðinum, einstaklingsfrelsi og félagshyggju.

Þeir athafnamenn sem vilja notfæra sér ríkið til að veita sér vernd eða gefa sér forskot á einhvern hátt, hvort sem það er í skjóli hugmynda um félagslegan Darwinisma eða ekki, eru komnir langt frá öllum hugmyndum um frelsi og markað.

Það er langt síðan maðurinn yfirgaf frumskóginn og menn hafa ekki í þúsundir ára valist af því hversu góðir þeir eru að klifra eða sveifla sér í trjám, td. með banana í hendinni, heldur hversu vel þeir aðlagast samfélaginu. Það læðist að manni sá grunur að menn sem aðhyllast þessar kenningar gætu átt meira sameiginlegt með öpum en við hin.

Markaðurinn er staður þar sem menn koma saman til að skiptast á vörum, þjónustu og fjármagni. Það eru neytendur sem að lokum velja og hafna, hvorki ríkið né athafnamenn.

Félagshyggjufólk og sannir frjálshyggjumenn geta sameinast um margt og ættu að geta unnið saman. Sameiginlega viljum við meðal annars:
– afnema forréttindi,
– auka jöfnuð í samfélaginu, þar sem allir hafa sömu tækifæri óháð uppruna,
– efla lýðræði og lýðræðisvitund,
– gott siðferði í atvinnulífi og stjórnmálum,
– og raunverulega valkosti til að velja á milli.

Við gætum átt fátt annað sameiginlegt með frjálshyggjumönnum en mér finnast þessi atriði það mikilvæg að við ættum ekki að fórna þeim vegna gamals misskilnings um úrelta hugmyndafræði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand