Ungir forystumenn eru engin nýlunda

Ágúst Ólafur Ágústsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir varaformannsembætti í Samfylkingunni á komandi landsfundi flokksins. Þótt Ágúst Ólafur sé enn nokkuð ungur að árum, hefur hann samt meiri reynslu en margir honum eldri menn. Hann hefur til að mynda leitt heilbrigðishóp flokksins, verið í stjórn þingflokks Samfylkingarinnar og samtakanna Jafnaðarmenn í atvinnurekstri ásamt því að leiða Unga jafnaðarmenn á mikluuppbyggingarskeiði og skrifað skýrslu í Evrópubók flokksins, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess hefur hann lokið háskólaprófi í lögfræði og hagfræði og á tvær dætur. Ágúst Ólafur Ágústsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir varaformannsembætti í Samfylkingunni á komandi landsfundi flokksins. Þótt Ágúst Ólafur sé enn nokkuð ungur að árum, hefur hann samt meiri reynslu en margir honum eldri menn. Hann hefur til að mynda leitt heilbrigðishóp flokksins, verið í stjórn þingflokks Samfylkingarinnar og samtakanna Jafnaðarmenn í atvinnurekstri ásamt því að leiða Unga jafnaðarmenn á miklu uppbyggingarskeiði og skrifað skýrslu í Evrópubók flokksins, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess hefur hann lokið háskólaprófi í lögfræði og hagfræði og á tvær dætur.

Nauðsynlegt að hafa breiða skírskotun
Það er engin nýlunda að íslenskir stjórnmálaflokkar treysti ungu fólki til ábyrgðarstarfa. Benedikt Gröndal varð til dæmis varaformaður Alþýðuflokksins 28 ára gamall, eða jafngamall og Ágúst Ólafur er núna. Nýlegra dæmi má taka úr flokki Vinstri-grænna þar sem Katrín Jakobsdóttir var kjörin varaformaður aðeins 27 ára gömul. Einnig má nefna að Ragnar Arnalds varð formaður Alþýðubandalagsins þrítugur og Halldór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins litlu eldri. Yngstur til að gegna ráðherraembætti á Íslandi var Eysteinn Jónsson en hann varð fjármálaráðherra 27 ára að aldri.

Maður af Samfylkingarkynslóðinni – án bakgrunns í gömlu flokkunum
Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa á að skipa breiðri forystusveit eru líklegri til að ná árangri en aðrir flokkar. Mjög stór hluti kjósenda er undir 35 ára aldri og í þessum hópi á Samfylkingin mikil sóknarfæri. Sóknarfæri sem helst verða nýtt með því að treysta ungu fólki til að vera í fremstu röð.

Kjósum Ágúst Ólaf sem varaformann og leiðum nýja kynslóð til áhrifa í forystu Samfylkingarinnar!

Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna
Arndís Anna Gunnarsdóttir, ritari Ungra jafnaðarmanna

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. maí

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand