[SamViskan] Innblásin akademísk fyrirsögn

Í þessari grein ætla ég að beita akademískum rökum. Held ég. Ég er reyndar mjög lítið í akademíunni, en ég prófarkalas einu sinni heimspekiritgerð fyrir þúsundkall og þótt ég skildi ekkert í henni hreifst ég af skýrri uppsetningu hennar og númeruðum liðum röksemdafærslunnar. Mér hefur alltaf fundist númeraður texti svo traustvekjandi, einkum og sérílagi ef hann fylgir menntaskólaleiðbeingum um ritgerðaskrif: Spyrjið spurningar. Ræðið spurninguna. Varpið fram niðurstöðu. Ungir jafnaðarmenn gáfu út hátíðarútgáfu af SamViskunni fyrir landsþingið. Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur og meðstjórnandi í framkvæmdastjórn UJ ritstýrði viðhafnarritinu. Kristín Svava Tómasdóttir penni á vefriti allra landsmanna – Pólitík.is – ritaði grein í blaðið sem birtist hér á vefritinu. Blaðið er hægt að nálgast hér.

Í þessari grein ætla ég að beita akademískum rökum. Held ég. Ég er reyndar mjög lítið í akademíunni, en ég prófarkalas einu sinni heimspekiritgerð fyrir þúsundkall og þótt ég skildi ekkert í henni hreifst ég af skýrri uppsetningu hennar og númeruðum liðum röksemdafærslunnar. Mér hefur alltaf fundist númeraður texti svo traustvekjandi, einkum og sérílagi ef hann fylgir menntaskólaleiðbeingum um ritgerðaskrif: Spyrjið spurningar. Ræðið spurninguna. Varpið fram niðurstöðu.

1. Hvað þarf pólitíkus til að vera góður pólitíkus?
Sumir styðja þá stjórnmálamenn sem þeim finnst mest töff í Silfri Egils. Það er fólk eins og ég. Mér finnst Egill sjálfur reyndar alltaf sætastur, en reyni að leiða það hjá mér því hann er ekki tekinn með. Aðrir styðja þá sem þeim finnst vera líklegir til að vera skemmtilegir í partíum, kunna kannski á gítar. Sumir eru allir í málefnunum og því sem er ,,best fyrir flokkinn”. Ég hef alltaf átt erfitt með svoleiðis sjónarhorn, sé töffara í öllum flokkum, meiraðsegja Framsókn.
Ég hefði haldið að maður þyrfti að hugsa dálítið öðruvísi til að vera góður pólitíkus. Vera innblásinn, hugsa stærra, hafa ástríðu fyrir því að koma á betri húsnæðislánum eða vinna í fjárlagahallanum. Ekki bara fá sér jakkaföt/dragt og röfla eftir flokkslínum, finnast Píkusögur æðislegt leikrit og segja aldrei svertingi því það sé alveg á línunni.

2. Hvernig verður maður innblásinn, hugsar stærra og hefur ástríðu?
Er það ekki meðfætt? Ojæja, það er nú ansi djúpt á ástríðunum í sumum. Ég nefni engin nöfn en mæli með beinni útsendingu frá þinginu. Kannski er erfitt að vera ástríðufullur í umræðum um tekjuskatt og fráveitumál en þingmenn eru jú ráðnir til að láta sér ekki standa á sama (Sama) uppi í pontu. En einhvern tímann, einhvern tímann hljóta allar sálir að gjósa.

3. Hvenær eru jafnvel drungalegustu pólitíkusar innblásnir og ástríðufullir?
Ölvið ykkur, kvað Baudelaire og bætti við til öryggis: Á víni, skáldskap eða dyggðum, en ég vil meina að hann hafi verið að meina hið fyrstnefnda. Nú veit ég að oft ríkir glaumur og gleði í ýmis konar kokkteilboðum og móttökum þangað sem þingmenn leggja leið sína, en er það þar sem hlutirnir gerast? (Enn opinbera ég fáfræði mína um það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Hinum Alvoldugu.) Er ekki kominn tími til að ganga skrefinu lengra og gera ölvun skyldubundna þegar kemur að stefnumótun stjórnmálaflokka og einstakra pólitíkusa? Þeir sem átt hafa í vandræðum með Díonýsos, sem hent getur bestu menn, geta lagst í góða bók eða hjálpað gamalli konu yfir götu og ölvað sig þannig af skáldskap og dyggðum. Ég held að restin af liðinu myndi græða heilmikið á að fara á gott fyllerí, blanda sér koníak í kók eins og Ringó í Atlavík, setja gamlar Duran Duran eða Sjostakovits plötur á fóninn og rissa upp nokkur ástríðufull stefnumál: Lægra verð á geisladiskum. Smokkasjálfsala á Laugaveginn. Engin fleiri klakastykki til Parísar. Hannes Hólmstein á ævilöng heiðurslaun listamanna.
Í þynnkunni daginn eftir gæti svo verið ágætt að fá sér sveittan hamborgara á Brennslunni og reyna að fá fjárhagsáætlun ríkisins til að passa við stefnumálin.

4. Hvernig getur pólitíkusum verið auðveldað aðgengi að ódýru áfengi þegar stefnumótun er í uppsiglingu?
Svarið er einfalt og liggur í höndum þeirra sjálfra, lokaniðurstaða mín er þessi: Malibu í matvöruverslanirnar!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand