Hinir ósnertanlegu

Íslendingar vilja vera frábrugðnir öðrum þjóðum. Það er að vísu umdeilanlegt hversu sýnilegur og veigamikill þessi svokallaði munur er á okkur og öðrum þjóðum á Vesturlöndum því allar þjóðir eiga að heita einstakar. Við erum einhverjar mestu þjóðrembur í heimi. Okkar afstaða er réttust; hún endurspeglar hið víðsýna og réttláta samfélag sem hraustasta þjóð heims hefur alið af sér. Hin svokallaða ,,Sérstaða Íslands” er orðið að ansi þýðingarmiklu hugtaki í stjórnmálaumræðunni. Íslendingar vilja vera frábrugðnir öðrum þjóðum. Það er að vísu umdeilanlegt hversu sýnilegur og veigamikill þessi svokallaði munur er á okkur og öðrum þjóðum á Vesturlöndum því allar þjóðir eiga að heita einstakar. Við erum einhverjar mestu þjóðrembur í heimi. Okkar afstaða er réttust; hún endurspeglar hið víðsýna og réttláta samfélag sem hraustasta þjóð heims hefur alið af sér. Hin svokallaða ,,Sérstaða Íslands” er orðið að ansi þýðingarmiklu hugtaki í stjórnmálaumræðunni.

Erlend kröfuharka
Þeir sem halda að íslensk pólitík sé almennt blóðug og harðskeytt ættu oftar að kaupa sér erlend dagblöð. Stjórnmálaumræðan hér á landi líkist meira sandkassamokstri en því sem gengur og gerist í Evrópu. Samskipti pólitískra andstæðinga erlendis einkennast helst af ósvífnum dónaskap og berorðum árásum. Andstæðingnum er aldrei sýnd miskunn og persónulegar rásir daglegt brauð. Því er mönnum mikið í mun að forðast hneyksli ýmis konar, hvort sem í einkalífi eða í starfi. Þetta virðist ekki eiga við í íslenskum stjórnmálum því þeir sem hæst eru settir snúa tannhjólum íslenskra stjórnmála og ráða mestu um það sem kemst á yfirborðið.

Íslendingum er nokk sama
Skeytingarleysi íslenskra kjósenda í garð leiðtoga sinna hefur sjaldnar verið augljósara en einmitt nú. Eins og flestum er kunnugt tóku Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson þá ákvörðun í nafni íslensku þjóðarinnar að Ísland skyldi styða hernaðaráætlanir Bandaríkjanna í Írak. Svo fór sem fór því eins og flestir vita hafa engin efnavopn fundist. Í kjölfar þessa mistaka hefur Tony Blair hrapað í vinsældum hjá kjósendum breska Verkamannaflokksins og hann sakaður um föðurlandssvik. Þessi maður átti að hafa verið einn farsælasti forsætisráðherra jafnaðarstefnu Bretlands fyrr og síðar. Sama gildir um George W. Bush. Bandaríska þjóðin er óðum að missa traust sitt á þessum treggáfaða forseta sínum og krefst svara. Fjölmiðlar sýna enga vægð og almenningur er bálillur. En hvað með Íslendinga?

Það fór sem fór. Íslendingar túlka þessi ,,stríðslokakrísu” sem vandamál annnarra þjóða – Breta og Bandaríkjamanna. Meðvirkni leiðtoga okkar er nú löngu gleymd og ekki þurfa þeir að svara til sakanna. Hvernig stendur á því að Davíð og Halldór hafa ekki orðið fyrir neinu aðkasti á síðustu vikum miðað við þá heift sem ríkti í íslensku samfélagi fyrir stríð? Þarna hefur stjórnarandstaðan ekki staðið sig sem skyldi, t.d. utanríkismálanefnd. Hún hefur verið mun meira upptekin af áhyggjum af því hvort 4 þyrlur þessara sömu aðila og stunduðu stríðsreksturinn hyrfu af landi brott eða fyrirkomulag línuívilnunar vestur á fjörðum.

Hvar er samviska ykkar?
Í íslensku samfélagi fyrirfinnst var hin vökula samviska samfélagsins sem innir yfirvöld svara. Eflaust segir þetta mál þó meira til um sinnuleysi íslenskra kjósenda en heiðarleika yfirvaldsins (þó hann sé án efa af skornum skammti). Þó er eitt á hreinu – Davíð og Halldóri tókst áætlunarverk sitt. Þeir sáu fyrir að almenningur myndi brátt gleyma þessum skætingi og hrintu athyglinni frá sér.

Ætlar íslenska þjóðin að gleyma mistökum Davíðs og Halldórs? Hvað varð um barmmerkin? Hvar er vanþóknunin og hin sjálfsagða hneykslan á forræðishyggjunni? Ef Íslendingar kjósa að hafa ekki skoðun, leyfum við þeim að sópa málinu undir gólfteppið. Viljum við það?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand