Drögum lærdóm af olíusamráðsmálinu

Ég hef ekki getað opnað fyrir útvarp eða lesið blað að undanförnu án þessað fá stóran skammt af umfjöllun um meint samráð olíufélaganna. Og þó þaðværi nú að fjölmiðlar legðu sig fram við að skýra landsmönnum frá þessualvarlega máli sem hefur líklega kostað neytendur og þjóðarbúið milljarðakróna. Svo þegar ég var að brölta fram úr rúminu á föstudagsmorguninn fyrir viku heyrði ég af því að Samkeppnisstofnun teldi hugsanlegt að tryggingafélöginhefðu líka haft með sér ólöglegt samráð. Ég hef ekki getað opnað fyrir útvarp eða lesið blað að undanförnu án þess að fá stóran skammt af umfjöllun um meint samráð olíufélaganna. Og þó það væri nú að fjölmiðlar legðu sig fram við að skýra landsmönnum frá þessu alvarlega máli sem hefur líklega kostað neytendur og þjóðarbúið milljarða króna. Svo þegar ég var að brölta fram úr rúminu á föstudagsmorguninn fyrir viku heyrði ég af því að Samkeppnisstofnun teldi hugsanlegt að tryggingafélögin hefðu líka haft með sér ólöglegt samráð.

Þá sá ég mig knúinn til að skrifa þessa grein. Ekki vegna þess að mig langaði til að taka þátt í hanaati um hver gerði hvað og hver vissi hvenær einhver gerði einmitt það. Miklu frekar vegna þess að ég vil horfa fram á veginn og velta fyrir mér hvað við getum lært af þessu; hvernig við getum breytt og bætt, gengið götuna fram eftir veg. Þrennt er mér efst í huga í þessu sambandi: Í fyrsta lagi að tryggja virkt og skilvirkt samkeppniseftirlit. Í öðru lagi hvernig hægt er að tryggja að sektargreiðslur vegna brota gegn samkeppnislögum skili sér í þágu neytenda. Í þriðja lagi að bókhald stjórnmálaflokkanna verði gert opið og aðgengilegt.

SAMFYLKINGIN VILL ÖFLUGT EFTIRLIT MEÐ SAMKEPPNI
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, eins og félagar mínir í Samfylkingunni, að hagkerfi okkar eigi að byggja á markaðslögmálum, einstaklingarnir eigi að fá að njóta hæfileika sína til góðra verka. Hið opinbera á svo að spinna þéttan velferðarvef sem tryggir öllum menntun, heilbrigði, öryggi og aðstoð ef á þarf að halda. Ein af forsendum þess að markaðslögmálin vinni í þágu þjóðarinnar, en ekki örfárra útvaldra, er að tryggja öflugt og gott eftirlit með því að samkeppni sé virk.

Þess vegna fagna ég því að framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, skuli hafa ályktað á dögunum um að efla beri Samkeppnisstofnun. Ekki þarf aðeins að tryggja stofnuninni nægilega fjárveitingu svo hún geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi, og á svo skömmum tíma að brot fyrnist ekki, heldur þarf hún einnig að búa yfir tækjum til að geta tryggt raunverulega samkeppni.

NOTUM SEKTIR OLÍUFÉLAGANNA TIL AÐ LÆKKA BENSÍNSKATTA
Meðal þeirra tækja sem Samkeppnisstofnun þarf að búa yfir eru sektarúrræði. Sumir háttsettir stjórnmálamenn hafa raunar gefið í skyn að verði olíufélögin beitt sektum, muni það aðeins leiða til verðhækkunar fyrir neytendur. En ég spyr á móti: Ef ekki verður sektað nú, sannist samráð, hvenær verður þá sektað? Hvenær verður fyrirtækjum á Íslandi þá refsað fyrir að vinna gegn neytendum? Hvenær verður öðrum fyrirtækjum þá gefin viðvörun um að svona geri menn ekki? Þar að auki bendi ég á að ný fyrirtæki ætla að hasla sér völl á bensínsölumarkaði. Ekki velta þau sektargreiðslum út í verðlagið enda þurfa þau vonandi engar sektir að greiða.

Réttast væri auðvitað að sektirnar sem olíufélögin þurfa hugsanlega að borga, yrðu látnar renna til neytenda með einum eða öðrum hætti. Til dæmis mætti hugsa sér að ríkið lækkaði tímabundið skatta á bensíni um þá upphæð sem það fengi frá olíufélögunum. Almennt er ég hlynntur því að fundnar verði leiðir til að láta háar sektargreiðslur vegna brota gegn samkeppnislögum rata aftur í vasa þeirra sem brotið hefur verið gegn.

OPNUM BÓKHALD STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
Ég veit að Íslendingar eru lítið fyrir samsæriskenningar og þess vegna læt ég alveg vera að fjalla um þær hér. Samt sem áður hlýtur öllum að vera ljóst, bæði nær og fjær, að hvorttveggja gegna margir menn sem tekið hafa þátt í stjórnmálum ábyrgðarstöðum innan olíufyrirtækjanna, sem og hafa olíufélögin greitt háar fjárhæðir í kosningasjóði stjórnmálaflokkanna. Ekki þarf að vera að neitt vafasamt sé hér á ferð, en til þess að taka af allan vafa hljóta flestir að vera mér sammála um að við eigum að opna bókhald stjórnmálaflokkanna. Ungir jafnaðarmenn minnast einmitt á þetta í fyrrnefndri ályktun sinni.

Réttast væri auðvitað að hækka opinber framlög til stjórnmálaflokkanna, en banna þeim á móti að þiggja fé frá fyrirtækjum. Þannig væri þetta allt saman gegnsætt og skýrt, opið og lýðræðislegt. Alveg eins og stjórnmál eiga að vera.

Greinin birtist áður í kjallara DV

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand