Hin staðfasta þjóð

Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu í einu af bakherbergjum stjórnarráðsins að skella íslensku þjóðinni á lista hinna staðföstu þjóða, eindregna stuðningsmenn árásar inn í Írak. Þeim félögum fannst óþarfi að ræða við kóng eða prest, málið þótti Alþingi og utanríkismálanefnd algjörlega óviðkomandi. Stjórnvöld í Írak töldust yfirvofandi ógn við heimsfriðinn, gjöreyðingarvopn falin undir hverjum hól og Írakar reiðubúnir að sprengja upp heimsbyggðina með örstuttum fyrirvara. Vopnaeftirlitsmenn grátbáðu um meiri tíma en því var hafnað, þrátt fyrir að írösk stjórnvöld væru farin að sýna samstarfsvilja. Skítt með Sameinuðu þjóðirnar. Bandaríkjamenn vildu inn og þar við stóð. Og að sjálfsögðu studdi íslenska þjóðin (það er að segja Halldór og Davíð) innrásina. Fullyrðingar um gjöreyðingarvopn voru notaðar óspart til að réttlæta árásarstríð á aðra þjóð fyrir almenningi hér á landi, stríð sem Kofi Annan hefur síðar lýst ólögmætt. Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu í einu af bakherbergjum stjórnarráðsins að skella íslensku þjóðinni á lista hinna staðföstu þjóða, eindregna stuðningsmenn árásar inn í Írak. Þeim félögum fannst óþarfi að ræða við kóng eða prest, málið þótti Alþingi og utanríkismálanefnd algjörlega óviðkomandi. Stjórnvöld í Írak töldust yfirvofandi ógn við heimsfriðinn, gjöreyðingarvopn falin undir hverjum hól og Írakar reiðubúnir að sprengja upp heimsbyggðina með örstuttum fyrirvara. Vopnaeftirlitsmenn grátbáðu um meiri tíma en því var hafnað, þrátt fyrir að írösk stjórnvöld væru farin að sýna samstarfsvilja. Skítt með Sameinuðu þjóðirnar. Bandaríkjamenn vildu inn og þar við stóð. Og að sjálfsögðu studdi íslenska þjóðin (það er að segja Halldór og Davíð) innrásina. Fullyrðingar um gjöreyðingarvopn voru notaðar óspart til að réttlæta árásarstríð á aðra þjóð fyrir almenningi hér á landi, stríð sem Kofi Annan hefur síðar lýst ólögmætt.

Bandaríkjamenn æddu inn og skömmu síðar var stríðinu lokið, Bandaríkjamenn höfðu unnið fullnaðarsigur og hrakið írösk stjórnvöld frá völdum. Aukaatriði að fleiri féllu í innrásinni heldur en í árásinni á Tvíburaturna New York borgar. Írakar voru orðnir frjálsir undan oki Saddams Husseins, sem reyndar fannst ekki fyrr en löngu síðar. Svo hélt leitin áfram en engin fundust vopnin. Smám saman fóru að renna á mann tvær grímur. Allt tal um gjöreyðingarvopn þagnaði og í stað þess var stríðið réttlætt með því að nú væri ógnarstjórn Saddams Husseins lokið, íraska þjóðin hefði verið frelsuð og það skipti höfuðmáli. Á meðan heldur fólk áfram að falla, bæði íraskir borgarar og hermenn bandaríska herliðsins (sem reyndar eru fæstir bandarískir ríkisborgarar).

Síðan þá hafa borist fregnir af því að upplýsingarnar um gereyðingarvopnin, sem notaðar voru til að réttlæta stríðið, voru rangar (úps! smámistök). Var þá ekki ástæða til þess að taka Ísland af lista hinna staðföstu þjóða? Nei, nei, það gera nú allir mistök, hvað með það þó að upplýsingarnar væru rangar? Saddam Hussein hafði verið hrakinn frá völdum og það er aðalmálið. Við viljum ekki styðja svona hryðjuverkamenn. Við viljum lýðræði í Írak.

Bara tilviljun að á sama tíma eru íslensk stjórnvöld að grátbiðja bandaríska herinn um að fara ekki frá landinu. Ekkert samhengi á milli stuðningsyfirlýsingarinnar og viðræðna um veru hersins á landinu. Auðvitað erum við tilbúin að gera allt til þess að halda bandaríska hernum hérna. Algjörlega ástæðulaust að athuga hvort hægt sé að tryggja varnir landsins með öðrum hætti. Bandaríkjamenn eru góðu gæjarnir og við höldum með þeim, hvað sem tautar og raular. Afstaða Sameinuðu þjóðanna eða íslensks almennings skiptir engu máli. Við erum hin staðfasta þjóð! Af hverju ekki að ganga skrefinu lengra og óska eftir aðildarviðræðum við Bandaríkin? Aldrei að vita nema þeir geti bætt við sig svona eins og einu ríki til viðbótar. Þá er vera hersins hér á landi að minnsta kosti tryggð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand